Iðunn - 01.07.1885, Side 44

Iðunn - 01.07.1885, Side 44
38 Alexander Puschkin: til þess að geta fylgt dæmi þeirra, og neyðumst því til að játa, að Adrian var mjög líkr í lundinni eins og hin óglaða atvinna hans. Hann var optast fúll og hugsandi. Reyndar rauf hann þögnina öðru hverju, enn oftast þá til þess að skúta út dætur sín- ar þegar hann sá þær voru iðjulausar, og hann sá þær sitja út við glugga og horfa á þá er fram hjá gengu — eða ef beðið var um vörur hans með óvæntu verði af þeirn, sem voru svo óhepnir — eða stundum svo hepnir — að þurfa þeirra við. Svona var það nú, að Adrían sat út við gluggann, og var að smá- súpa á sjöunda tebollanum, og var sokkinn niður í þungar hugsanir eins og vant var. Hann var að hugsa um steypiregnið, sem fyrir viku síðan heltist úr loftinu rétt í sömu andránni og útför lierdeildar- foringjans sáluga byrjaði. Margar sorgarskikkjur höfðu kryplast og margir sorgarhattar stórskemzt við það tækifæri. Hann sá að hann komst ekki hjá töluverðum útgjöldum, því að gamla sorgarbúninga- safnið hans var orðið heldr illa útlítandi. Bnn hann vonaðist eftir að fá drjúga skildinga fyrir fit- för gömlu frúarinnar hans Truschins kaupmanns, sem hafði verið rótt við grafarbakkann nærri heilt ár. fi'.n kerlingin lá í andarslitrunum í Rasgulai-göt- unni, og Prochoroff var hræddr um, að erfingjar hennar mundi ekki senda til sfn, þó að þeir hefði lofað því, af því að það væri svo langt, og mundi koma sér saman við næsta greftrunarmann.j Hann hrökk upp úr þessu grufli sínu við það, að það var drepið þrisvar svo frímúraralega á dyrnar. uHver er þar ?« spurði grafarinn. Dyrnar opnuðust og inn gekk maðr; þekti hann

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.