Iðunn - 01.07.1885, Side 48

Iðunn - 01.07.1885, Side 48
42 Alexander Puschkin: Enn meðan stóð á öllu þessu bukti og hneiging- um, sneri Jurko sér við að sessunautum sínum og hrópaði : »Hó hó, faðir sœll, eg drekk minni hinna dauðu !« Allir hlógu, en grafarinn stygðist og varð fúll við. Enginn skifti sér af honum, gestirnir hóldu áfram að svalla, og klukkan hafði þegar hringt til kvöldbæna, er allir voru staðnir upp frá borðum. Seint og síðar slcildu gestirnir, og voru flestir góð- glaðir. Digri bakarinn og bókbindarinn,—andlitið á honum var eins og að það væri bundið inn í rautt saffían—selfiuttu Jurko á milii sín heim í húskornið haus, og sönnuðu máltækið rússneska: »Borguð skuld ber til sæmdar«. Adrian kom blindfullr og húðvondr heim til sín. »þ>ví, vil eg spyrja, því« æpti hann hátt upp, »því skyldi ekki mín atvinna vera eins sómasamleg eins og annara ? Er þá kann ske greptrunarmaðrinn bróðir böðulsins ? Hvað þurftu þeir að hlæja að mór, hundingjarnir? Eg ætlaði mér að bjóða þeim svall, og halda þeim veizlu ; enn eg held það verði nú bið á því. Og í staðinn fyrir þá, skal eg nú bjóða þeim,semeg vinnfyrir------mínumrétttrúuðu dauðu«. »Hvað er þetta, faðir sæll«, sagði stúlkan, sem var að draga af honum stígvélin, »hvað ertu að þvaðra? signdu þig, maðr! Að bjóða dauðum mönnum í veizlu. Mikil skelfing!« »Og eg býð þeim í allra djöfla nafni«, hélt Adrian áfram ; »eg býð þeim strax—strax á morgun. Gerið svo vel og komið, velgjörðamenn mínir, komið og borðið og drekkið hjá mór annað kvöld, og eg skal veita ykkr það, sem guð hefir mór úthlutað*.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.