Iðunn - 01.07.1885, Blaðsíða 51
Draugaveizlan. 45
aUgun og há og holddregin nefin .... Adrian hrylti
Við; hann þekti þar menu, sem hann hafði jarðað
sjálfr, og gestrinn, sem hann hafði gengið á undan,
Var herdeildarforinginn, sem hann hafði jarðað í
stórrigningunni um daginn. Allir, bœði menn og
konur flyktust utan um grafarann, hneigðu sig og
heilsuðu upp á hann.. . allir nema manntetr eitt,
sem hafði verið grafinn ókeypis fyrir skömmu síðan ;
hann var feiminn, skammaðist sín fyrir tötra sína,
°g þorði ekki að koma fram, enn hnipraði sig út í
horni. Hinir voru sómasamlega klæddir, konur
háru húfur með böndum ; þeir karlmenn, sem höfðu
Þjónað þörfum ríkisins, báru einkennisbúning, en
ekki höfðu þeir rakað sig. Kaupmenn voru í spari-
hökkunum sínum.
»Sjá þú, Prochoroff«, sagði herdeildarforinginn, »í
oafni þessa útvalda samkvæmis erum við allir gengn-
ii' aftr eftir boði þínu. jpeir einir sitja heima, sem
ekki gátu vel komið, af því að þeir voru annaðhvort
Qiuldir sundr í smámola, eða þá höfðu enga húð
lengr og ekkert nema skinin beinin ; enu þó gat einn
þeirra ekki fengið af sér að sitja heima — hann sár-
langaði svo til að sjá þig».
I sömu andránni ruddist dálítil beinagrind gegn
um draugaþröngina að Adrian. Hauskúpan brosti
ástúðlega framan í grafarann, og fornfálegar líndrösl-
Ur héngu utan á honum eins og á uglu og kjúkurn-
ai’ í fótunum á honum skröltu í rosabullunum hans
eins og stautar í mortéli.
“þekkir þú mig ekki, Prochoroff?« sagði beinagrind-
lu» »maustu ekki eftir varðliðsforingjanum, sem var,
honurn Pétri Pétrssyni Kurilkin, honum sem þú