Iðunn - 01.07.1885, Síða 56
60
Púðrið.
í Slesiskri kroniku er munki einnig eignað að hafa
fundið púðrið, um 50 árum síðar; er þar um leið
ausið yfir hann óbótaskömmum, af því að hann hafi
ndrepið hreystina«. það mun hafa þurft meiri
hreysti og hugrekki til að standa í orustu grár fyrir
járnum frá hvirfii til ilja, svo engin járn bitu, heldr
enn standa hlífalaus í dynjandi skothríð, svo að kúl-
urnar suða alt í kringum maun ! ?
Eftir öðrum sögnum á Gyðingr nokkur, líklega
grískr, Typsíles að nafni, að hafa fundið púðrið í
Augsborg um 1353 ; má vera hann hafi verið að gera
tilraunir með gríska eldinn heiman að frá sér, og
breytt honum í púðr. Gnskur munkr, nafnkunnr lær-
dómsmaðr, Roger Bacon, hafði hundrað árum áðr
talað um púðrið og satnsetningu þess í ritum sínum;
hinn lærði Marcus Græcus þekti það líka.
Vera má að fjöldi manna hafi þekt púðrið og fund-
ið leyndardóm þess, og tekið hann með sór í gröfina.
Margir fleiri eiga að hafa fundið það, og verðr víst
aldrei sannað, hverjum það er mest að þakka. það
kemr opt fyrir nú á dögum, að talað er um fundn-
ingar, sem ýmsir menn á ýrasum stöðum hafi fundið
á sama tíma, og verðr þá ekki með öðru skorið úr
þrætunni enn því, að tveir menn, sem fást við sömu
vísindi, og eru jafnlangt komnir, komist á endanum
að sömu niðrstöðu. Og líkt mun það hafa verið
með púðriö, þegar tímans, sem þá var, er gætt.
það verðr því að álíta, að púðrið hafi fúndizt eða
orðið kunnugt í Vestr-þýzkalandi, Erakklandi og
Spáni á tímabilinu 1280—1350. Samsetning þoss
var lík og nú gerist. 1 Ungarn, Bæheimi, Jtalíu og
Ðanmörk oru íyrst áreiðaulegar skýrslqr um notk-