Iðunn - 01.07.1885, Side 58

Iðunn - 01.07.1885, Side 58
52 Púðrið. þeim ið svo nefnda Mammntpúðr eða stangapiiðr; fæst það með því að pressa púðrkornin hvert fyrir sig. Að fráteknum ýmsum smáafbrigðum er púðr- gerð í stöppunar- og valtaramylnum mjög lík. Meðan mylnurnar voru svona ófullkomnar, og menn voru óvarkárir í meðferð ápúðrefnunum, með- an þau voru óverkuð, voru slys af þeim mjög tíð. |>ó fjölguðu púðrmylnur óðum, og voru þær til svo að segja í hverri borg. Enn í engum bæ hafa svo mörg slys viljað til af púðri sem í JBreslau, og þó voru þrátt fyrir hin strengilegustu lagaforboð sífelt uýjar púðurmylnur reistar, og það innan borgar- múranna. Til þess að losast við rykið, sem er bæði skaðlegt og óþægilegt, vættu menn duftið úr púðurefnunum; komu af því stærri og minni korn, sem náðust úr með því að drifta púðrið gegnum sáld. j?á fundu menn af tilviljun, að kornin voru hættuminna og sterkara púðr en duftpúðrið. þetta gaf tilefni til þess, að farið var að kyrna púðrið; var það heldr ófullkomin og erfið aðferð í fyrstu, enn náði þó tilgangi sínum, ]?að var mesta framförin í púðrgerðinni. Aftr á móti voru aðrar ondrbætur, sem reynt var að gera, ónýtar að mestu og sumar til tjóns eins. Menn bjuggu til saltpótrs- safa, sem menn kölluðu salpratica, og þóttust gera púðrið með því hálfu sterkara; menn undirbjuggu brennisteininn á ýmsan liátt og höfðu ýmsa vökva í vatns stað, til þess að væta púðrið. Sumir brugðu fyrir sig ýmsum hjátrúar-serimoníum í sama skyni. Allar hugsanlegar trjátegundir voru notaðar til kpla-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.