Iðunn - 01.07.1885, Síða 72
66
Mars.
því Mars ávalt gagnvart sól, þá er hann er næstr
jörðu, svo að vór sjáum þá ljóshvel hans á nætrhimn-
inum. Enn Yenus, sem gengr nær sólinni, snýr jafn-
an inni dimmu hlið að jörðinni, þegar hún er næst
jörð, og ofrmegin sólarljóssins glepr oss þá sjónir,
svo að oss er eigi unt að skoða hana nákvæmlega.
Með því að Mars er næstr jörðu af inum ytri (eldri)
stjörnum sólkerfisins, má ætla, að hann sé þeirra
yngstr, enn hann er miklu eldri enn jörðin, og ef
oss auðnast að rannsaka nákvæmlega, hversu tilhag-
ar á Mars, munum vór fræðast um margt í alheim-
inum, er nú er ókunnugt, og enda geta ráðið í, hversu
jörðin muni líta út eftir miljónir ára og liver verða
munu forlög hennar.
þá er Jóhannes Kepler fann in alkunnu ganglög
himinhnattanna, studdist hann við athuganir þær,
er Tycho Brahe hafði gert um umferðarbraut Mars
um sólina.
Ef vér horfum í sjónpípu, sem stækkar 400-falt,
þá sýnist oss Mars 50 sinnum stærri enn tunglið
sýnist í fyllingu með berum augum. Enn vér sjáum
hann eigi jafnglögglega sem tunglið í fyllingu; ljós-
meginið þverrar að sama skapi fyrir sjónpípunm
sem yfirborðið eykst, og með því að Mars kastar frú
sór margfalt miuna ljósi enu tunglið (ljósið af Mars
er eigi meira enn af tunglsljósinu), þá verðr
hann ærið dimmr fyrir inum öflugustu sjónpípumi
eru þá tveir kostir, að skoða hann í lítilli mynd og
skírri eða stórri mynd og óskírri.
In fyrsta sjónpípa var ger árið 1609. Ari síðar
(1610) skoðaði Galíloi Mars í sjónpípu sinni. Ilanu
var inn fyrsti stjarnfræðingr, er notaði sjónpípu. HuU