Iðunn - 01.07.1885, Page 73

Iðunn - 01.07.1885, Page 73
Mars. 67 stækkaði einungis 8-falt, og sá hann eigi annað enn björtu kringlu á Mars. Fontana, stjarnfræðingr 1 Neapel, sá það fyrstr árið 1638, að kringla Mars sýnist eigi ávalt kringlótt, enn lítr stundum út líkt °g tungl í kvartilaskiftum. þá var auðsætt, að Mars væri eigi bjartr nema á þeirri hlið, er veit að sólu, °g þegar nú var athuguð fjarlægð Mars-brautarinnar *rá jarðbrautinni, var hægt að skilja og reikna, hvc öasr og hvernig Mars breytti mynd sinni. Arið 1666 eygði Cassini, frakkneskr stjarnfræðingr, dimma bletti á Mars, og af hræringum þeirra réð hann, að Mars snýst um ás sinn f sömu stefnu og jörðin og á álíka löngum tíma, á 24 klukkutímum og 40 mín- útum. Síðan hafa menn fundið, aö snúningstími Mars’ er 24 tímar 37 mínútur 23 sekúndur. Ætla tná, að margt só líkt með þeim hnöttum, er hafa álíka langan snúningstíma; dægraskifti oru þar lík, sólarupprás og sólsetr, enn eftir því fara lífshættir, atgervi íbúanna og verk þeirra. Njarlægðin milluni jarðbrautarinnar og Mars-braút- arinnar er 7—14 miljónir mílna; er því braut Mars’ nhklu stærri enn jarðbrautin, svo að árið á Mars er talsvert lengra enn á jörðunni. Mars gengr um sólina á 687 dögum, enn með því dagarnir á Mars eru lftið eitt lengri enn dagar á jörðinni, þá telst svo til, að árið á Mars sé 668f dagar eftir tímaskiftum þar, svo að þrjú ár í röð hafa þar 668, 669 og 669 úaga. þ>að er kunnugt, að þótt jörðin hreyfist á tvenn- an hátt, þá breytist eigi áshalli hennar svo séð verði nm langa tíma; skautin horfa ávalt eins, og svo er °g Mars háttað. Norðrskaut jarðarinuar horlirþanu- r>*

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.