Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 31
Ræða
ungfrú Ingibjargar H. Bjarnason um stofnun Lands-
spítala, kvenréttindadaginn 7, Júlí p. á., í Reykjavík.
[Eftir að frú Bríet Bjarnhéðinsdótlir hafði rakið sögu
kvenréttindamálsins lrjer á landi, hélt forstöðukona kvenna-
skólans í Rvík, ungfrú I. H, B., eftirfarandi ræðu:]
Háttvirta samkoma!
t*að hefir þegar verið rakin saga þess máls, kven-
réttindamálsins, sem vér erum að minnast hér í dag,
og þarf ég því ekki neinu þar við að bæta.
En nú mun margur spyrja, hvaða málefni vér
konur ætlum þá sérslaklega að bindast fyrir, þá er
vér höfum fengið rétt vorn viðurkendan til þálttöku
jafnt í opinberum málum sem heimilismálum. Mér
hefir verið falið af kvenfélögum þessa bæjar og fjölda
annara kvenna, að svara þessari spurningu.
Hingað til hefir það verið hlutverk kvenna víðs-
vegar í heiminum að hjúkra sjúkum og lilynna eftir
mætti að öllu því sem var veikt og ósjálfbjarga.
Vér viljum ekki nú, er vér höfum öðlast kosningar-
i'étt og kjörgengi, svíkja þá köllun vora.
Fyrsta málið, sem vér viljum vinna að og berjast
fyrir, er stofnun L a n d s sp í t a l a. Vér munum
starfa að þessu á tvennan hátt: 1. með sjóðstofnun
°g 2. með því að beita áhrifum vorum um land alt
til þess að berjast fyrir þessu máli og fá Alþingi og