Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 100
194
Ritsjá.
[ IÐUNN
Guðmundur Friðjónsson: Tólf sögur; Guðm.
Magnússon (Jón Trausli): Góðir stofnar (II—
IV); Gunnar Gunnarsson: Ormarr Örlygsson
og Danska frúin frá Hofi; Ilulda: Æsku-
ástir; Jónas Jónasson: Ljós og skuggar.
Útgefendur: Bókaverzlanir Sig. Kristjánssonar
og Sigf. Eymundssonar 1915.
Mikill er gróðurinn í jarðvegi ísl. bókmenta, eins og
raunar á öllum sviðum þjóðlifs vors, nú um þessar mundir,
og all-myndarleg er uppskeran, þar sem nú birtast ekki
færri en 5 bindi af skáldsögum í einu; þó er ein sagan, og
sjálfsagt ekki sú lakasta, saga úr .Reykjavikur-liflnu eftir
Einar Hjörleifsson, enn i smiðum og geldur »Iðunn« þess
um stund. En lítum nú sem snöggvast á þessa síðustu
uppskeru og tökum sögurnar frá í'yrri öldum fyrst.
Jón Trausti: Góðir slofnar (II—IV). Mikilvirkur er Jón
Trausti og alt af er eitthvert mannsbragð að sögunum hans.
Hér birtast nú þrjár nýjar sögur: — Veizlan á Grund —
Hækkandi stjarna — og Söngva-Borga, og allar eru sögu-
hetjurnar kvenpersónur. Aðalpersónan í wVeizlan á Grund«
er Grundar-Helga, móðir Bjarnar Jóisalafara, og aðalefnið
veizlan, aðdragandi Grundarbardaga (8. Júlí 1362). Mann-
lýsingarnar i sögu þessari eru því nær allar jafngóðar,
fyrst hin rikiláta húsfreyja — þá Snjólfur kanúki og Skreið-
ar-Steinn og síðast, en ekki sízt, Jón skráveifa. Ollu er ágæt-
lega lýst og það svo, að mann langar til að sjá það leikið,
samtali liúsfreyju við Snjólf kanúka, stakkaskiftum þeirra
Snjólfs og Skreiðar-Steins i kirkjunni, aðkomu þeirra
sunnanmanna í skálann mikla, veizlunni sjálfri, bardagan-
um og bardagalokum. Petta er ágætur sagnaskáldskapur,
en ekki er trútt um, að manni flnnist fullmikið í borið
um skartið og viðhöfnina hér á landi um og eftir niiðja
14. öld. Um það kann ég raunar ekki að dæma. En sjálf-
sagt mun mönnum finnast til um þessa sögu. — Önnur
sagan: Hækkandi stjarna, um börn Bjarnar Jórsala-fara
og þó einkum Vatnsfjarðar-Kristínu, þykir mér aftur á móti
bæði ótrúleg og ónáttúrleg. Það er ótrúlegt, að það hafi
verið hægt aö berja eins sterka og lífsglaða sál, eins og
Iíristín var, svo niður með hjátrúnni einni saman, að hún