Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 54
148
F. W.: Friðarliugleíðingar.
| ÍÐUNN
un, seni öll siðuð lönd vildu lúta, mundu einhver
fyrstu lögin, sern þetta alþjóða-vald gæfi út, lúta að
því, að öll höf veraldarinnar væru hlutlaus: — Allar
einstakra manna eignir ættu, undantektingarlaust, að
vera jafn-friðhelgar um öll höf veraldarinnar eins og
vagnhlassið á þjóðveginum í hverju siðuðu landi.
Og enginn ætti, að undanteknum eigendunum, að
hafa neilt yíir þessum eignum að segja nema sú
allsherjar-lögregla, er sett væri af alþjóða-valdinu til
þess að vernda réll manna og eignir.
Það liggur í augum uppi, að slík lög myndu verða
öllum þjóðum til góðs, jafnt siglingaþjóðum og öðr-
um þjóðum, sem ekki ná beint að sjó. Jafnvel Slóra-
Bretland, sein jafnan hefir verið andvígt slíkri skipun,
mundi hafa hag af þessu: — Það mundi tryggja til
fulls verzlunarnola Bretaveldis, án þess að það, eins
og nú á sér stað, þyrfti stöðugt að vera að auka
herskipallota sinn til þess að geta boðið öllum öðr-
um þjóðum byrgin. Þá mundu einstaka þjóðir hælta
að byggja herskip, þar eð þau eru ekki bygð til ann-
ars nú en að varðveita einka-verzlun ríkjanna og reyna
jafnframt að stemma stigu fyrir verzlun annara ríkja.
Þessi barátla um yfirráðin yfir baflnu, — en það
er sama og alger ylirráð yfir miklum hluta af hnetti
vorum —, er að mínu viti aðalorsök þessarar styrj-
aldar eins og svo margra annara.
Ef Stóra-Bretland gæli fallist á þelta, að höíin æltu
að vera hlutlaus og friðheilög, þá yrði auðvelt að
koma á friði, og þá mundi Þýzkaland gefa upp alt
tilkall til Belgíu.
En ég er hræddur um, að sú hugsjón Breta, að
Britannía eigi að ríkja um aldur og ævi á hafinu,
sé í augunr sona hennar orðið að eins konar náttúru-
lögmáli, sem ekki megi liagga, enda þólt þetta sé
ekkert annað en söguleg afleiðing, og sagan sé í raun
réttri ekki annað en — sííeld breyting. — [A.II.B. þýddil.