Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 60
154
Jón Ólafsson:
1IÐUNN
áður en Frakkar fóru að fiska hér og úlrýmdu
hinum.
Föður mínum var illa við duggu-ferðir sóknar-
manna. Sérstaklega vítti hann liart dugguferðir kven-
fólks. Sjálfur fór hann aldrei út á fiskiskip nema í
brýnum erindum. Ég undantek þar auðvitað heim-
boð, t. d. á herskipin. Foringjarnir á herskipunum
komu á hverju sumri út til okkar að heimsækja
föður minn. Gerðu þeir honum aftur heimboð inn á
herskip og fékk ég altaf að vera með honum eflir
að ég var orðinn 7 ára. Faðir minn gerði þeim svo
heimboð aftur til miðdegisverðar og þótti mér það
jafnan in bezta skemtun. Einatt komu fiskimenn
út til okkar til kirkju og stöku sinnum á virkum
dögum. Þeim var venjulega gefið kaffi eða mjólk.
Einum skipstjóra á flutningsskipi man ég sérstaklega
eftir; hann hét Leonard og kom á Fáskrúðsfjörð öll
þau ár sem ég man eftir. Honum og föður mínum
varð vel til vina, og keypti hann árlega fyrir föður
minn ýmsa hluti í Frakklandi, fatnað eftir máli,
skófatnað, frönsk vín og ýmislegt fleira.
í bréfi, sem ég hefi í höndum, frá föður mínum
til Páls heitins Melsled kennara, sé ég, að þessi mað-
ur hefir boðið föður mínum eitt af síðustu árunum,
sem hann lifði, fría ferð með sér til Frakldands og
heim aftur næsta sumar, ef hann vildi fara að skoða
sig um í útlöndunum og fullkomua sig í málinu
(faðir minn hafði á gamalsaldri keypt sér þýzk-
franska námsbók og reynt þannig af sjálfum sér að
komast niður í frakknesku). Getur hann þess i bréf-
inu, að sig hafi sárlangað lil að fara og sjá sig dá-
lítið um í heiminum. Getur hann þess og, að efna-
hagur sinn leyfi sér vel förina; en segir sér hafi eigi
verið unt að ná til byskups til að fá fararleyfi, enda
voru víst ekki póslgöngur milli Austfjarða og Reykja-
vikur nema þrisvar á ári í þá daga.