Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 105
IÐUNN1
Ritsjá.
199
Jónas Jónasson: Ljós og skuggar. f’etta eru 10 sögur,
allar áður prentaðar á ýmsum stöðum, en nú endurprent-
aðar hér í einu safni, og er það vel, því að sögurnar eru
vel þess verðar. Pótt höf. segist aldrei hafa imyndað sér,
að hann væri skáld, þá er hann það nú samt. Eðlilega eru
þær eklci allar jafnar að kostum — engin, sem ekki megi
góð heita, sumar prýðisgóðar.
Orðaval virðist mér liöf. á stöku stað ekki sem hepp-
nastur með. Mér þykir t. d. y>Glettni lírsins« vera misnefni
á 1. sögunni; það er meiri alvara í þeim þungu örlögum,
sem þar eru söguefni, heldur en glettnin tóm.
A einum eða tveim stöðum kemur fram vanþekking á
lögum og réttarfari.
Höí. er ekki bjartsýnn á lifið og mennina. »Frelsis-
herinn« er eina sagan, þar sem það sem gott og réttvíst
er, ber verulega sigurinn úr býtum. Hún er stærsta sagan,
en óþarfiega er sumt orðlengt þar. Einn liöfuðkostur sagn-
anna er sá, að lifinu er lýst náttúru-trútt, fegrunarlaust og
ýkjulaust.
Um málfærið á hókinni er það að segja, að það er yfir-
leitt lipurt og léttur stýll. En sumstaðar hittast dönsku-slett-
ur, sem maður bjóst ekki við hjá þessum liöfundi, svo sem
»enda« f. »jafnvel«, á dönsku »endda« (213. bls. [tvisvarj,
217., 221., 224., 267., 291. hls. og víðar)! »læra utan að« (á
dönsku: »udenad«) i st. f. á islenzku: »utan bókar« o. fl.
þvíl. Málvillur finnast á nokkrum stöðum, t. d. »lyf« kvk.,
1 st. f. kynl.; »vergi« kynl. í st. f. karlk. (ísl. »verji«); ann-
ars er þetta »lögráðamaður« e. þvíl. á islenzku; »langgæð-
ur« í st. f. »langær«. »Að læra mentun«. — Og hvaða mál
er þetta: »þar á hak við gekk upp aftur annan bakkann,
kolsvartan og skuggavænlega/i«? — Slæmt er það, er slíkt
slæðist inn í 1. útgáfu, en ófyrirgefanlegt hirðuleysi að hafa
ekki lagfært það í 2. útgáfu. Fótt smámunir sé, þá er synd
uð lýta með þvi annars góða bók. J. 01.
Gunnar Gunnarsson: Úr œtlarsögu Borgarfólksins. Þetta
eru 4 sögur, hver framhald af annari, allar frumritaðar á
dönsku og gefnar út fyrst í 4 bindum, sin i hverju lagi, og
síðan allar í heild. — Nú koma þær út í islenzkri(?) þýðing
€ftir höfundinn sjálfan, og cru út komnar í ár tvær fyrstu