Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 50
144
Ferdinand Wrangel:
[ IÐUNN
Macdonald’s, er birtst hefir hér í þessu tímariti,
svo og margra annara.
Hr. Macdonald segir oss hreinskilnislega frá því,
hvers almenningsálitið á Bretlandi mundi krefjast: —
»Það er alveg árangurslaust«, segir hann, »að tala um
i'rið eða vopnahlé á Bretlandi, nema því að eins, að
Þýzkaland lýsi yfir því ótvírætt, að það muni yfir-
gefa Belgíu og gera eitthvað til þess að bæta henni
tjónið. Þýzka stjórnin ætti og að láta í ljós sérstak-
lega, að hún óskaði að taka þátt í einhverju alþjóða-
þingi, þar sem reynt væri með skynsamlegu móti að
gera út um þau hin umþráttuðu landamæri einstakra
ríkja, er stríð þelta hefir gefið tilefni til að deila um«.
Lílill vafi mun leika á því, að ahnenningsálitið
að því er til Belgíu kemur, muni vera líkt i öllum
iöndum, að Þj'zkalandi einu undanteknu.
Málstaðar Þjóðverja er full-kunnur: — Þeir hafa
aldrei neitað því, að þeir hafi gengið á gerða sam-
ninga. En sér til afbötunar hafa þeir sagt, að þeir
hafi gert þetta til sjálfsvarnar og að — »nauðsyn
brjóti lög«, þá er í nauðirnar rekur. Enn fremur
halda þeir því fram, að eí þeir hefðu ekki orðið
fyrri til að ganga á hlutleysi Belga, myndu and-
slæðingar þeirra hafa gert það eftir þegjandi sam-
komulagi við stjórn Belga og með samhug hinnar
belgisku þjóðar. Síðar hafa Þjóðverjar birt nokkur
skjöl, er þeir telja sannanir fjrrir samsæri Belga gegn
sér. En í raun réttri sanna þau ekki annað en þetta:
— að gert hafi verið ráð fyrir af hálfu Belga-sljórn-
ar, að Þjóðverjar kynnu að vaða inn yfir Belgíu, og
að þá hafi verið rætt um, til hvaða bragða skyldi
taka.
Samt sem áður er nú öll ástæða til að trúa því,
að það hafi verið sannfæring hinnar þýzku stjórnar,
að hin kol-auðgu lönd þeirra í norð-vestur horni rik-
isins væru ekki trygð með hlulleysi Belga. Hvort