Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 14
108
Grazia Deledda:
1IÐUNN
»Ég held þér séuð ekki með öllum mjalla«, sagði
Colomba og reif sig af honum. »Látið mig í friði,
ég horfi ekki á neinn, Azar bóndi«.
»Og ekki heldur á Pétur Loi hinn rauðeygða?
Nú — hann viltu? Og hversvegna? Hversvegna viltu
selja þig fyrir þessar rollurytjur, sem hann á? —
»Nú er nóg komið!« sagði Marteinn gamli hálf-
gramur í skapi.
Vinirnir höfðu ekki annað gert á meðan en að
horfa á Colombu. En hún lét ekki neitt á sjer linna
og fór nú að spauga við þá. Ekki stóð á svörunum
hjá henni. Hún tók nú að bera á borð, og máltíðin
varð þeim mjög svo ánægjuleg. Þau borðuðu á ílöt-
inni fyrir utan kofann og lágu þar á ullarpokum;
en járnkola, sem hafði verið hengd á eina sperru-
nölina undir framslútandi þakinu, lýsti þeim. Nóttin
var svo kyr, að ljósið hærðist ekki. Og við þessa
daufu ljósglætu, sem að eins varpaði bjarma sinum
á ofurlítinn blett, virtist Antonío eins og hann sæi
draumsjónir, er hann horfði á hin eínkennilegu and-
lit beggja fjárbændanna og þessa hreinu fegurð Co-
lombu. Hann át lítið, en drakk því meir, og smám-
saman færðist einhver óvenjuleg vellíðun um limi
hans og liuga.
Er ég orðinn ölvaður? hugsaði hann með sjer.
Nei, ég hefi ekki drukkið of mikið. En það er stað-
urinn og stundin, sem koma inér í þetta mjúka skap.
Já, Antonío Azar, andaðu nú að þér heiðailminum,
hinum slerka og höfga andardrætti vorrar góðu,
gæzkuríku móður, náttúrunnar. Lifið er fagurt; —
ég hefi að eins farið villur vegar: ég hefði átt að
verða lijarðmaður og elska þessa hreinu, heilbrigðu
stúlku. Hún horfir á mig, af því að henni geðjast að
mér, og henni geðjast ekki að mér eins og hinni
sakir gáfna minna og lærdóms, heldur vegna sjálfs
mín. Auðvilað lítur hún einnig til Efes, en hún horfir