Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 94
188
Árni Óla:
[IÐUNN
hrædd — og börnin eins, eða það eldra. Það er von,
vesalingarnir! Þau eiga ekki á annað að treysta í
lííinu en hann. Eða hvað ætti að verða um þau að
honum liðnum?
Sveitin?
— Jú, þökk fyrir. Við þurfum aldrei á henni að
halda!
Ætli konan sé annars mjög hrædd? Hún treysti
honum þó betur en vinnumanninum! En það var nú
sjálfsagt af því að vinnumaðurinn var ókunnugri
þarna um slóðir, hafði ekki dvalið þar nema fimm
ár, en hann sjálfur þrjátíu. Hún er auðvitað hrædd,
en hvað gerir það til? Sú hræðsla fær þúsundföld
iaun þegar hún sér hann koma heim, veðurbarinn
og snjóugan frá hviríli til ilja og fær að kyssa á
klökugt skegg hans! Og börnin? Þau verða eins glöð,
og faðma pabba þótt hann sje snjóugur. — — —
Hann nam staðar. Hvert var hann nú kominn?
Hann lilaðist um, en ekkert var að sjá nema iðu-
laust snjókófið. Skyldi vera langt til beitarhúsanna
enn? Það gat tæplega verið. Hann hlaut að rekast á
þau þá og þegar.
Og svo kafaði hann snjóinn áfrain, þangað til það
var eins og honum fyndist rofa til, og hann sá í
svartan vegg. Þar hlutu beitarhúsin að vera. Og hann
drýgði gönguna og gekk beint í sortann. — — —
Það var eins og élið rofnaði og stórviðrið lægði
um stund. Og þá heyrðust drynjandi þrumur brim-
ólgunnar, sem hlakkaði yfir sýndri veiði. Svo skall
hann saman aftur, hálfu verri en áður, og stormgnýr-
inn yfirgnæfði brimdrunurnar. En hærra öllu kvað
við örvæntingaróp bjargvana sálar:
— Ivonan mín! Börnin min! — — — — — —
Það var komið myrkur. Dagurinn hafði verið
óvenju langur þótt skammdegi væri. Heima sat kon-
an og vinnumaður og biðu eftir bónda. Börnin voru