Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 28
22
Bjornstjerne Bjornson:
[ IÐUNN
Móðirin sneri sér við til hálfs og benti í áttina til
járnbrautarslöðvarinnar, nefnilega á húsin sem stóðu
þar til hliðar. — — »Sérðu breiða þakið þarna
til hægri handar við gistihúsið? Það er samkomu-
húsið, bókhlaðan, auk alls annars. Föður þínum ber
heiðurinn af því; hann gaf alt efnið í það. — Nú,
jæja, þar sá ég hann fyrst, eða öllu heldur, þaðan
sá ég hann fyrst, því ég sat í mannþyrpingunni, sem
ætlaði að hlýða á hann. Öll neðri lofthæðin er í einu
Iagi, ineð breiðum, hallandi svölum yíir. — Það er
bygt í amerískum stíl. Þú veizt, að faðir þinn ferðað-
ist þangað strax og hann liafði lokið prófi. — Komdu,
nú skulum við ganga lengral — Eg elska þennan
stíg fram með ánni.-------Ég gekk hann með föður
þínum á hverjum degi í sex vikur, eftir að ég sá
hann fyrst — — og þá vorum við gift«.
»Ég veit það«.
»— Þú veizt líka, að ég var hirðmær bjá drotn-
ingunni, þegar ég kom hingað. Hún ætlaði að ferðast
lengra úl með firðinum, en vera fyrst nokkra daga
um kyrt hér í fjallasveitinni. — Við komum hingað
á laugardagskvöld — eins og við núna — og ætluðum
að dvelja hér fram yfir helgina. Það var óllalegur
fjöldi af fólki samankominn hér sunnudaginn, til að
sjá drotninguna, því það spurðist, að hún ætlaði i
kirkju. Seinni part dagsins safnaðist það svo
að samkomuhúsinu; það ætlaði að hlýða á föður
þinn —; ég hafði séð auglýsing um það í gislihúsinu.
Drotningin las hana lika; ég stóð þar við hlið hennar
og sagði: »Mig langar fjarskalega til að fara«. — »Já,
farðu bara«, svaraði hún, »en það er þó líklega réttast,
að einhver karlmannanna fari með þér«. — »Hérna
hjá bændunum —?« spurði ég, og sá svo um, að ég
fór alein.
Eg fékk sæti undir svölunum, en rétt við stóran
glugga; úr honum sást langt út eftir þjóðveginum.—