Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 75
IÐUNN. Tvennskonar menning. Cí)
það, sem vér nefnuni einu nafni menningu. Annað
orðið er: civilisation, hitt orðið: kultur. En eins og
svo mörg önnur orð liafa orð þessi alt til þessa
verið misþýdd og misskilin á íslenzku. Við höfum
jafnvel stundum liaft liausavíxl á merkingu þeirra,
þýtt orðið civilisation, sem táknar Iýðmenning^ eða
heimsmenning, með orðinu »siðmenning«, sem er
algerlega rangt; en orðið kultur með »lýðmenning«
eða bara menning. Civilisation er dregið af orðinu
civilis, er merkir borgaralega siði, þjóðfélagssiðina og
hið ytra framferði, og ætli því að þýðast með orðinu
týðmenning eða heimsmenning. En kultur er
dregið af latínska orðinu cultiira, er þýðir uppruna-
lega »ræktun« jurta og dýra, en siðar í óeiginlegri
merkingu þá »göfgun andans« (cullura animij, sem
hefir betrandi áhrif á vorn innra mann, og ætti því
ftð þýðast með orðinu: innri menning, eða þegar
11 m siðferðileg mál er að ræða með orðinu: sið-
menning.
Nú vilutn við það — og heimsstyrjöldin hefir leitt
það svo átakanlega í ljós, að engum getur blandast
hugur um það lengur — að hinar ytri framfarir eða
heimsmenning og hið innra siðgæði eða siðmenning
getur verið sitt hvað og þarf alls ekki að fara saman.
Heimsstyrjöldin sýnir, að þrátt fyrir liina marglofuðu
ytri menningu og hinar glæsileguslu vísindalegu og
verklegu framfarir berast nú helztu menningarþjóðir
heimsins á banaspjótum eins og hálfgerðir eða al-
gerðir siðleysingjar. Og þelta stafar alls ekki, hvorki
af »afvegaleiddri ættjarðarást« eða »ást á menning-
«nni« eða hugsjónum hennar, heldur hreirtt og beint
«af metnaði og samkepni, og þó einkum af valda- og
drotnunargirni þjóðanna, hverrar um sig, og af því,
að sönn innri siðmenning hefir ekki enn náð að
testa rælur hjá þeim. Þvi að ef um verulega innri
siðmenning væri að ræða, þá innri siðmenningu, það