Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 88
82
Sæmundur Dúason:
1IDUNS
að heita svo, að vér séum allir læsir og skrifandi.
En bæði er það, að um einstaka mann er þetla
naumast satt, nema að nafninu, og um nokkra er
liklega óhætt að segja, að þeir liaíi lært að lesa og
skrifa að eins til að kunna það, að þeir lesi sjaldan
eða skriíi nokkuð, sem teljandi er, eftir að hinni svo-
kölluðu barnauppfræðslu er lokið.
það er satt, að vér eigum marga skóla í hlutfalli
við fólksfjöldann. Þessir skólar eru líklega Iíka allir
góðir og gætu ef til vill orðið enn betri. En hvað
ætli verði langt þangað til að vér eigum skóla fyrir
alla alþýðuna eða þangað til að eínahag og liugs-
unarhætti alþýðunnar verði þannig farið, að liún noli
öll skólana, þó að þeir væru til? Þar sem vér erum
svo fáir og fátækir, finst mér að vér þurfum að leggja
áherzlu á að auka sem mest manngildi einstaklings-
ins. Sé það gert, íinst mér ástæða til að húast við
að efnahagurinn hatni; og því íleiri af oss sem verða
verulega nýtir menn, því meiri þjóð verðuin vér, og
það þó að þjóðartalan sé hin sama. Það sem ég
held að vér ættum að gera í þessu máli, er að reyna
að glæða áhuga á meðal vor fyrir heimamentun.
Skólanemendur, sem setjast að víðsvegar í landinu
að loknu námi hafa ef til vill hezt skilyrði til að
stunda heimanám. Þeir hafa lært að læra, og þeir
hafa líka numið nokkurn fróðleik, sem þeir geta bygt
á. En þeir óskólagengnu geta líka fræðst um margt.
Það eru til ekki all-fá dæmi þess bæði á íslandi og
í öðrum löndum, að menn af alþýðustétt hafi numið
mikinn fróðleik, annaðhvort af eigin rammleik eða
með mjög lítilli lijálp frá öðrum og rutl sér braut
upp í röð fremstu manna þjóða sinna. Að þessir
nrenn séu eða hafi verið þeir einu, sem hæfileika
hafi lil að komast áfram, gelur varla komið til mála.
Með því að leggja stund á heimamenlun, held ég,
að vér stigjum iengra skref á framfarabrautinni en