Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 115
IÐUNNl
Um Jón Ólafsson.
109
Jóni þetla ekki fyr en kvöldið áður en skipið átti
að fara (kl. 4 um morguninn). Eg fylgdi Jóni í
i'úmið og lét hann læsa að sér, svo enginn kæmist
mn lil hans. Svo vakti ég alla nóttina og um aftur-
elding fór ég að vekja Jón. En hvernig sem ég barði
í húsið og kallaði, rumskaði Jón ekki, fyr en ég
komst inn um gluggann til að hrista hann upp. Jón
var eins glaður og rólegur eins og liann ælti von á,
að sér yrði fjdgt á skip sem heiðursgesti. En ekki
þorði ég að skilja við hann á skipinu, fjrr en síðasti
hátur fór til lands«. — — Að Jón Ólafsson hafi þá
fundið sárt lil, þó liann bæri sig karlmannlega, og
»æðraðist ei þó inn komi sjór«, það sýnir kvæðið
hans, er hann kvaddi ísland, og byrjar svona:
Æ, vertu sælt, mitt sifelt kæra land!
Nú sé ég líkast aldrei framar þig.
Hart er aö slíta lijartans ástar-band;
að hugsa til þess — nei, þaö drepur mig!
En þó Jón yrði þannig að llýja land, þá urðu
eftir áhrifin af æskufjöri hans, eldhitánum og föður-
landsástinni, og það festi rætur í þjóðlífinu og varð
hl þess, að bæði hann og fleiri fundu síðar margan
vakandi, sem annars hefði soíið, og fúsan til að
*e8gja hönd að því, að rækla nýjan þjóðlífsgróður.
Sjálfur viðurkendi J. Ól., er hann liafði náð meiri
þi'oska, að aðferð sín hefði verið ungæðisleg, er hann
Var að níða H. Finsen. »Vér áttum vorn ungæðis-
lega þátt í árásunum á H. Finsen«, sagði hann löngu
siðar. Jón Olafsson fann það, þó H. Finsen væri
óansklyndur, þá var hann í eðli sínu göfugmenni.
^ýndi hann það meðal annars með því að leggja
það til við stjórnina, að sekt Jóns væri færð úr 1200
*d. ofan í 400, er Jón kom aftur frá Ameríku. Þessa
400 rd. borgaði Páll bróðir Jóns til þess Jón væri
frjáls maður. Þann drengskap Páls launaði J. Ól.
honum vel með því að annast hann í ellinni örvasa