Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 119
ÍÐUNNI
Um Jón Ólafsson.
113
kynna sér þær svo, að þær urðu andleg eign hans.
Hann hafði þessi tvö ár dvalið í Bandarikjunum,
þar sem lýðfrelsishugsjónir hafa þroskast bezt og
náð mestri rótfestu í framkvæmd. Honum var það
nú Ijóst, að einstaklingsfrelsið, samfara aukinni þekk-
>ng, var sú undirstaða, sem þjóðfrelsið og frjáls og
eðlileg þjóðarframför hlaut að byggjast á. Hann hafði
nú staðið augliti til auglitis við lýðfrelsið, komið í
framkvæmd, og var gagntekinn af aðdáun þess, hvern
undramátt frelsi einstaklingsins hefði til að knýja
fram alt það göfugasta og bezta í þjóðareðlinu. Og
hann liafði innilega löngun til að gróðursetja í þjóð-
lííi íslendinga lýðveldishugsanir þær, er hann trúði
ú sem lyftistöng allra hollra þjóðarframfara (sbr.
meðal margs annars smárit, er hann gaf út á Eski-
firði og nefndi »Jafnræði og þekking«). En sem vænta
roátti var )>að erfitt efni að prédika inn i hug og
kjörtu íslendinga, sem um margra alda bil höfðu
búið við liugsjónalitla harðstjórn, voru því þröng-
sýnir og skorti elju og þekking til að leita að rótum
þjóðmeinanna í fyrirkomulagi þjóðfélagsins og hugs-
unarhætti þjóðarinnar. J. Ól. var þar langt á undan
sinum tíma. En áhrif hans á íslenzka þjóðmenning
1 vakning frjálsra lýðvaldshugsjóna og með því að
vekja trúna á frelsi einstaklingsins, hafa haft svo
Hiikil áhrif til að vekja hina íslenzku þjóð, að þó
ekkert annað gott hefði leitt af vesturförum íslend-
,nga en það, að J. Ól. mentaðist þar sem stjórnmála-
niaður, þá hefðu íslendingar mátt telja það gæfu-
stund, er vesturfarir byrjuðu.
Fyrsta stjórnmálastarf J. ÓI. var að setja á stofn
prentsmiðju og gefa út hlað á æskustöðvum sínum
á Austurlandi, á Eskifirði í Suður-Múlasýslu. Var það
fyrsta prentsmiðja og fyrsta blað, er Austfirðingar
höfðu eignast. Hið fyrsta, er Jón lét prenta í prent-
smiðjunni var kvæði Páls bróður hans: »Ó, blessuð
Iðunn III. 8