Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 142
136
Sigurður Magnússon:
[ IÐUNN
Á líkan hátt má komast fyrir um ýriiiskonar mat-
vælafölsun, t. d. hvort notað haíi verið hrossakjöt
eða nautakjöt í bjúgu o. s. frv.
Ef vér riú atliugum nánara alla þessa andvaka og
þessi gagnefni, þá kemur það i Ijós, að alt eru þetta
eggjahvítuefni, lifandi eða dauð, eða að minsta kosti
verður ekki annað séð, því ekki þekkja menn bygg-
ingu eggjahvítuefnanna út í æsar. Þau virðast vera
margbrotnustu efnin í náttúrunni, enda eru þau hinn
eiginlegi efniviður lífsins.
Lögmálið er því það, að annarleg eggjahvíta
(úr öðrum dýrategundum eða úr jurtum) fram-
kallar gagneggjahvítu í blóði manna eða dýra.
Og þessi annarlega eggjahvíta er eitruð; líkaminn vill
verjast því að hún bindist frumunum og leitast því
við (með gagneggjahvítu) að breyta henni eða sundra.
Eiturverkunin er þó mjög mismunandi. Eggjahvíta*
sumra gerla er baneitruð, venjuleg dýra- og jurla-
eggjahvíta tiltölulega meinlaus.
Þessi kenning um skaðsemi annarlegrar eggjahvílu
mun koma lesendunum undarlega fyrir sjónir.
Er skaðlegt að éta annarlega eggjahvítu? Eigum vér
mennirnir þá að éta hvern annan? Ónei, þess þarf
ekki — nema á hvítvoðungsaldrinum, því brjóstmylk-
ingurinn lifir á líkama móður sinnarl Seinna sjá
meltingarvökvarnir i maga og görnum fyrir því, að
eggjahvítuefnin í fæðunni komist ekki inn í blóðið,
fyr en þau eru svo breytt, að hinir annarlegu eigin-
leikar eru horfnir. Þau eru eins og afklædd hin-
um annarlega búningi. Þau eru melt, þ. e. orðin
hæfilegur efniviður líkamans. Að vísu er meltingin
ekki til lykta leidd í maga og görnum, því hinn
síðasti þáttur hennar fer fram í blóðinu og þegar
næringarefnin bindast frumunum.
Aftur á móti, þegar hin annarlegu eggjahvítuefni
fara beint inn i líkamann, án þess að fara hina réltu