Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Blaðsíða 20
262
Gilbert Parker:
| iðunn
Pétur, sem var kynblendingur, ævintýramaður og
spilagapi, lét sem hann gæíi þessu engan gaum.
Hann þagði um stund og einblíndi á vindling sinn.
En í orðahlénu sagði Mowley veiðimaður:
— Pétri er í nöp við þig, kaupmaður. Þú hefir ef
til vill ekki borgað honum síðustu lýgina hans. Eu
ég skal segja ykkur aðra betri; þið hjálpið mér —
vænti ég. Eigum við að reyna? —
— Hafið þið nú heyrt annað eins, — sagði Maca-
voy í ávítunarrómi. Gæt þú tungu þinnar, Mowley.
Allir kunnum við að l.júga, en það er þá helzt að
konum okkar og lánardrotnum. En Pétri er nú íisjað
saman úr einhverju öðru en því. Jæja, Mowley, fy^
þú heldur gúla þinn reyknum úr pípu þinni! —
Nú leit Pétur upp og horfði á þessa þrjá menn,
um leið og hann fór að vefja sér annan vindling;
en það var rétt eins og hann væri að liugsa uin
eitthvað löngu liðið. Pótt hann horfðist í augu við
þessa þrjá menn, var eins og hann væri annars
hugar. Því næst kveikti hann í vindling sínum, hall-
aði sér ofurlítið aftur á bekkinn, sem hann sat á, og
tók að mæla, rétt eins og hann væri að lala inn i
bálið, sem þeir höfðu tendrað sér.
— Ég var þá staddur á Guidon Hill, á stöð Fé-
lagsins þar. Það var farið að halla sumri, eininih
þann árstímann, þá er þér finst ekkert fegurra en
lífið, og loftið, sem þú andar að þér, er eins og ljúf"
fengt vín. Ykkur finst ég nú tala eins og kona eða
klerkur. Og sei, sei nei! Árstíðirnar hafa undarleg
áhrif á mann. Á vorin er ég latur og leiður; en ligS1
vel á mér, er ég ótrauður til slórræðanna. Og þá ia
einmitt þannig á mér. Mér fanst ég verða að hugsa
mér eitthvað til hreyfings. En hvað átti ég að gera •
Þar var úr vöndu að ráða. Spila? Náttúrlega! En
það gerir maður sér að eins til dægraslyttingar, en
ekki mánuðum saman. Ég átti hest. En sjálfum mer