Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 31
IÐUNN|
Skriftamál ungrar konu.
273
Lýt ég niður að lindum huldum.
— Lengi þær úr hjarta sprelti! —
Róta ég upp í draumum duldum
og í daginn beint þá rétti.
Upp í ljósið öllu lyfta,
ástvin mínura fullu skrifta.
Æsku mína undir mjöllu
eins og fræið hefi ég legið;
dreymt um geisla’ úr himnahöllu,
er hjúp þann gæti af mér flegið;
dreymt uin sólbráð ofan af öllu,
— eg get nú að draumum hlegið!
Sólargeisli sálar minnar
svifinn ertu hæðum af.
Eldibiandur ástar þinnar
af mér sneið mitt vetrartraf.
Læsir hún sig innar, innar
ástin þín, sem líf mér gaf.
Lífi mót ég þen mig, þen mig
þorstlát eins og strá úr mold,
og við Ijósið ljúfa ven mig,
lífga þetta hvíta hold;|
fegurð bý mig, fjöri og yndi,
funa sálar undir kyndi.
Lifa vil ég Ijósa daga
og ljúfar nætur haustsins til;
yl og hita að mér draga,
ört og skjótt ég blómgast vil;
eg vil frjóvgast, eg vil lifa,
í ástum sterkum skjálfa’ og bifa.