Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 46
288 Vilhjálmur Stefánsson: [ ÍÐUNN
getað þetta þangað til fyrir fáum árum, er þeir höfn-
uðu guðum áa sinna, en tóku að trúa á liimnaríkí
og helviti eins og trúboðarnir kendu þeim, þar eð
enginn gæti orðið hólpinn, er hefði anda í sinm
þjónustu. Það væri leitt, að sáluhjálp manns og anda-
særingar væri ósamrýmanlegt, náttúrlega ekki til þess
að finna týnda muni, en til þess að geta læknað
sjúkdóma og ráðið veðrum og ísalögum; en til þessa
dygðu bænir ekki agnarögn á móts við gömlu galdr-
ana. Vitanlega gætu þeir ekki beint tregað missi þess-
arar gömlu kunnuslu, því að hvað væri hún á móts
við þessa ómetanlegu vissu um sáluhjálp, sem feður
þeirra hefðu farið á mis fyrir það, að trúboðarnJf
komu svo seint til þeirra. Það væri ekki neina
skammsýni að harma það, þólt maður nú yrði að
sjá af þessum kynjamætti til lækninga, sem maður
hefði áður haft, því að Guð vissi bezt, hvenær maður
ætti að deyja, en fyrir þann, sem er bænrækinn og
heldur hvíldardaginn heilagan, er dauðinn að eins
inngangur til sælla lífs. —
Ekki datt okkur i hug, þegar við vorum komnir
á kreik innanhúss morguninn eftir, að menn hefðu
lengi staðið á hleri utan húss og beðið þess að heyra
einhvern vott þess, að við værum vaknaðir. Nú veit
ég það, eftir að hafa kynzt hátlum þeirra, að fyrstu
morgungestir okkar biðu merkis þessa frá mannin-
um, sem hafði hitt okkur fyrst kvöldið áður. Hann
kom gangandi hægum skrefum frá þorpinu og söng
eins hátt og hann gat, svo að við gætum vitað fyn^
komu hans. Og þegar liann kom að útidyrunum a
okkar 22 feta löngu göngum, staðnæmdist hann og
hrópaði: »Ég er N. N., hefi ekkert ilt í hyggju og
engan hníf. Má ég koma inn?« — Þelta var altaJ
viðkvæðið við okkur; en sín á milli létu þeir ser
nægja að tilkynna, hver kominn væri: »Ég er N. N.,
er að ganga í bæinn«.