Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 67
*ÖUNNI Hcimsmyndin nýja. 30!) starfi jurtanna þar með lokið, því að svo má heita sem vér mennirnir megum þakka lífsstarfi jurtanna lT>estalla þá starfsorku, sem vér enn höfum hagnýtt °ss hér á jörðu. Að undanskilinni þeirri litlu starfs- °rku, sem mennirnir hafa fengið með því að láta vindinn vinna fyrir sig eða sjávarföllin eða sjálft Vatnsmagnið í fossum og ám, höfum vér sótt mest- aUa starfsorku vora til iðnaðar og annara fyrirtækja > jurtaleifar jarðarinnar, i viðinn, viðarkolin, stein- kolin og steinolíuna. En alt er þetta gömul sólar- °rka, er jurtir löngu liðinna alda hafa breytt í eína- °i'ku og geymt síðan svo trúlega, að það má ná Uenni úr þeim aftur, þótt sjálfar jurtirnar séu orðnar ®ð steini eins og í steinkolunum og hafi legið þús- nndir eða jafnvel miljónir ára í iðrum jarðarinnar. En þegar þessum jurtaleifum er brent, kemur sólar- °)'kan aftur í ljós í líki geislaorku, sem eldur brenn- andi, er hitar og lýsir híbýli vor og knýr vélar vorar. Það má því segja, að mestöll lífsorka vor og önnur starfsorka stafi frá blaðgrænunni í jurtunum. Blað- 8rænan hefir frá upphafi vega sinna gert lifsverun- *>ni það kleift að lifa og þróast; en af þessu leiðir, að mikið af leyndardómum lifsins er fólgið i efna- samböndum blaðgrænunnar og starfsháttum hennar. Sún heíir frá öndverðu breylt sólarorkunni í efna- °rku og gert lífsverunum það kleift að lifa og þróast, ^ukast og margfaldast. — Svo langt erum vér þá k°mnir, að vér vitum, hvar leyndardóma lífsins er helzt að leita. En hvernig er nú sjálfri þessari blaðgrænu, þess- orkumiðli milli sólarljóssins og hinna lifandi Vera, farið? Hún er sjálf orðin til úr hinu svo- nefnda hvítfrymi (leucoplaster) og er fólgin í ákaf- lega samsettum fjöleindasamböndum, sem ekki verður ‘yst hér nánar, en eru í ætt við hin rauðu blóðkorn Ihœmoglobin) í blóði manna og dýra. Ef nú þessi íðunn IV 21

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.