Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 71
IÐUNN]
Heimsmyndin nýja.
313
um efnasamböndum hafi lent saman af handahófi,
heldur að regluleg þróun efnasambandanna hafi átt
sér stað á vissu stigi í þróunarsögu jarðarinnar, á
hinni svonefndu frumlífsöld, og að það muni geta
orðið til með sama hætti enn þann dag í dag, þegar
hin sömu skilyrði séu fyrir hendi. Á Jíkan hátt hefir
svo lífið orðið til á öðrum bygðum hnöttum fyrir
eðlilega, óslitna þróun lífefnanna, undir eins og lifs-
skilyrðin hafa leyft það.
En af þessu leiðir aftur það, að ef þessi skoðun
er rétt, þá hlýtur að vera til heill heimur lífrænna
fjöleinda eða lifkveikna, sem eru svo örsmáar, að
þær verða ekki greindar í hinni sterkustu smásjá, á
Uieðan þær eru á víð og dreif; en er þær fara að
starfa saman og mynda samfeld kerfi, verða þær að
lokum að þessum smáverum, er birtast oss í smá-
sjánni, í líki þess aragrúa af frumverum, sóttkveikj-
um og gerlum, sem vér nú þekkjum og komnir eru
á tiltölulega hátt stig þessarar óslitnu, samfeldu lífs-
þróunar. Pessar örsmáu lifrænu Qöleindir eða líf-
kveikjur eru þá hinir eiginlegu forfeður lifsins bæði
hér á jörðu og annarsstaðar og eru æ jafn-reiðu-
kúnar til þess að endurnýja lífið, hvar svo sem þær
sjálfar geta orðið til og haldist við á sér eðlilegan
hátt.
Ef þessi skoðun er rétt, þá sýnir þetta, að »lífs-
gatan« er í raun réttri ekki annað en einn af þess-
Utn smáletursköflum i þróunarsögu jarðarinnar,
Sem er settur svo smáu og óskýru letri, að vér höf-
UIT1 ekki enn getað greint letrið né ráðið fram úr
Þvi. En nú erum vér þó búnir að koma auga á
eyðuna og erum farnir að lesa í málið, af þvi að
Ver vitum svona nokkurn veginn, hvað muni eiga
að standa bæði á undan og eftir eyðu þessari. Vér
þekkjum öll helztu skilyrðin fyrir því, að lífið geti
°rðið til, og vér þekkjum að minsta kosti sumar af