Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 75
Stökur i. Er á flestu orðin þurð, enga gleði að finna, — svona’ er að stöfum sigin hurð sólskins-drauma minna. Hér sést ekki handa skil — hugann kvíði lamar . .. Ætli það rofi aldrei til eða birti framar? — II. Hangi ég á heljarþröm, húmið daginn lengir. Harpan mín er hljóð og stöm hennar brostnir strengir. Það var erfitt þetta ár — þótt ég sýndist glaður — ég var oftast athvarfs-fár, enda’ er ég skógarmaður. Oft ég berjast varð í vök — vildu mér fáir sinna — skóggangs- talin sú var -sök sumar-vona minna. Og enn ég á í ýmsri þröng, einn ég striði og vaki,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.