Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 8
246 Einar H. Kvaran: IÐUNN Álftnesingar ætluðu að byggja línuskip — og ég hafði hugsað um það, að þess konar framkvæmdir yrðu nú eftir af fleiri sveitum þessa lands. Ég hafði lesið fyndni Þorsteins Erlingssonar um, að því hefði aldrei verið um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. Og mér'hafði fundist, að ef íslenzkan væri talin einhver hluti af ættjörðinni, þá hefði hún einmitt »frelsast« þar, sem Sveinbjörn Egilsson og Hallgrímut Scheving kendu og Konráð Gíslason og Jónas Hall- grímsson og Ben. Gröndal og Jón Thoroddsen og ýmsir aðrir þess konar menn lærðu. Fleira var það auðvitað en illindin um Álftanesið, sem dró huga minn þangað. Nesið er óneitanlega merkilegur staður. Þaðan hefir þjóðinni verið stjórn- að, en serstaklega þjakað um langan, langan tíma. Hún bognaði raunalega undir öllu því fargi. Og svo sótti hún á Álftanesið, í íslenzkuna sjálfa, máttinn til þess að reisa sig við aftur. Á slíkum sögustöðum er auðvelt að finna rætur sínar í liðnum tima. Og þó að ég viti, að of mikið megi að öllu gera, og líka að dýrkun fyrri alda, þá heilla slíkir staðir hugann. Hitt og annað fleira lét mér verða ljúft að hugsa til flutnings suður á nesið. Ég bjósl við meira næði en ég hafði haft. Eg hlakkaði til að vera samvistum við æðarkollur og kríur og kýr og sauðfé. Ég hugs- aði til þess með gleði að horfa á heyvinnuna, þó að ég væri orðinn of ónýtur til þess að taka þátt i henni. Mér var mikil ánægja að þeirri tilhugsun að kynn- ast bændafólki, sem ég hafði ekki þekt áður. í engum efnum varð ég fyrir vonbrigðum. Mér leið vel á Bessastöðum. Ég hitti engan mann, sem ekki var boðinn og búinn til að sýna okkur góðvild, og sumir lögðu svo mikla stund á það, að ég fyrir- varð mig fyrir að þiggja slíkt, alveg óverðugur. Mér auðnaðist meðal annars að semja þar síðasta kaflann af Sögum Rannveigar, Sigríði á Bústöðum og Móra.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.