Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 8
246 Einar H. Kvaran: IÐUNN Álftnesingar ætluðu að byggja línuskip — og ég hafði hugsað um það, að þess konar framkvæmdir yrðu nú eftir af fleiri sveitum þessa lands. Ég hafði lesið fyndni Þorsteins Erlingssonar um, að því hefði aldrei verið um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. Og mér'hafði fundist, að ef íslenzkan væri talin einhver hluti af ættjörðinni, þá hefði hún einmitt »frelsast« þar, sem Sveinbjörn Egilsson og Hallgrímut Scheving kendu og Konráð Gíslason og Jónas Hall- grímsson og Ben. Gröndal og Jón Thoroddsen og ýmsir aðrir þess konar menn lærðu. Fleira var það auðvitað en illindin um Álftanesið, sem dró huga minn þangað. Nesið er óneitanlega merkilegur staður. Þaðan hefir þjóðinni verið stjórn- að, en serstaklega þjakað um langan, langan tíma. Hún bognaði raunalega undir öllu því fargi. Og svo sótti hún á Álftanesið, í íslenzkuna sjálfa, máttinn til þess að reisa sig við aftur. Á slíkum sögustöðum er auðvelt að finna rætur sínar í liðnum tima. Og þó að ég viti, að of mikið megi að öllu gera, og líka að dýrkun fyrri alda, þá heilla slíkir staðir hugann. Hitt og annað fleira lét mér verða ljúft að hugsa til flutnings suður á nesið. Ég bjósl við meira næði en ég hafði haft. Eg hlakkaði til að vera samvistum við æðarkollur og kríur og kýr og sauðfé. Ég hugs- aði til þess með gleði að horfa á heyvinnuna, þó að ég væri orðinn of ónýtur til þess að taka þátt i henni. Mér var mikil ánægja að þeirri tilhugsun að kynn- ast bændafólki, sem ég hafði ekki þekt áður. í engum efnum varð ég fyrir vonbrigðum. Mér leið vel á Bessastöðum. Ég hitti engan mann, sem ekki var boðinn og búinn til að sýna okkur góðvild, og sumir lögðu svo mikla stund á það, að ég fyrir- varð mig fyrir að þiggja slíkt, alveg óverðugur. Mér auðnaðist meðal annars að semja þar síðasta kaflann af Sögum Rannveigar, Sigríði á Bústöðum og Móra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.