Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 13
IÐUNN Af Alftanesi. 251 aldrei heyrt eða lesið þessa sögu, fyr en Matthías t*órðarson las lionum hana. Hann fullyrðir sömu- leiðis, að nafn stúlkunnar norsku hafi ekki fest sig í minni háns, að hann hafi ekki int eftir því, hvernig það væri stafað og aldrei vitað það, fyr en sá al- burður gerðist, sem nú skal frá skýrl, og að hann hafi alveg gleymt nafninu. Svo var það haustið 1920, að Jón Þorbergsson var að gera tilraun með glasi. í’eir, sem þær til- raunir iðka, raða öllum stöfum i stafrofinu á borð i boga eða hálfhring og styðja á glas, sem þeir hafa iika á borðinu. Glasið hreyfist undir höndum þeirra og bendir á stafinn. Einhver viðstaddur skrifar jafn- óðum stafina, sem á er bent, og svo er lesið úr þessu á eftir. Þrent var við þessa tilraun: Jón Þorbergsson, frú Eiín kona hans og frú Margrét Magnúsdóttir úr Reykjavík. Önnur frúin ritaði það sem stafaðist. En það handrit er því miður glatað. Við þessa tilraun stafaðist nafnið »Böge«, og gest- urinn kvaðst vera danskur maður. Jón Porbergsson spurði hann, hvort hann vissi nokkuð um »kærustu Fuhrmanns«. Gesturinn kvað svo vera og tjáði sig fúsan til þess að ná í hana. Þá varð nokkurt hlé og að því afstöðnu fór glasið að hreyfast af nýju. Og nú stafaðist nafnið: »Appollonie SwarEkopf«. J. I*. spurði hana, hvort það hefði verið hún, sem hefði birzt sér með börnin. Hún játaði því. J. þ. spurði hana, hvernig á því stæði, að hún væri svo bundin við þennan jarðneska heim. Hún sagði, að það væri af því, að hún hefði syndgað svo mikið. J. Þ. inti hana eflir því, hverjar þær syndir hefðu verið. Hún kvaðst sjálf hafa tekið inn eitur, cg kent það öðrum. J. Þ. spurði hana þá, hvernig stæði á börnunum,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.