Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 45
iðunn tslenskir fálkar og fálkaveiöar fyrrum. 283 Best veiðihéruð voru talin ísafjarðar-, Barðastrand- ar-, Húnavatns-, Snæfellsness-, Mýra-, Borgarfjarðar-, Gullbringu- og Kjósarsýslur, svo og Rangárvallasýsla með Vestmannaeyjum. Þaðan þóttu fálkarnir þó ekki eins útlitsfagrir og var það talið slafa af því, að þeir lifðu mest á sjófuglum og kom fyrir, að á þeim var einhverskonar kláði og lús. Fyrir hverja af þessum sýslum var oftast skipaður einn fálkafangari. Á Norð-Austurlandi voru fálkaveiðar minst stundaðar. Hvort það heíir stafað af því, að þar væri minna um fálka en annarstaðar eða vegna flutningserfið- leika til Bessastaða, er mér ekki kunnugt. En víst er um það, að árið 1742 er heitið sérstökum verðlaun- um fyrir alla fálka, sem þar eru veiddir, en í öðr- um héruðum voru verðlaun auk verðs að eins goldin fyrir hvíta og hálfhvíta fálka. í Khöfn voru uú sett á stofn mikil fálkabúr með mörgum þjónum, tamningamönnum, veiðimeisturum og valveiða-yfirmeistara. Var hið síðasttalda embætti eitt hið virðulegasta embætti ríkisins. Pessum fálka- mönnum þótti aldrei veiðast nóg og skrifuðu sífelt um það hvort ekki mætti efla veiðarnar og slungu upp á breytingum á skipulaginu, sem stundum voru teknar til greina. Mest hvað að þessum skrifum á árunum frá 1740 og fram yfir 1760. Þeir hugðu að fálkafangararnir ræktu ekki vel starf sitt og vildu ekki láta veita sýslumönnum og embættismönnum veiðileyfi, töldu þá minni tryggingu fyrir því, að veiðin væri rekin með kappi. Hinsvegar stóð fjár- málastjórnin, er þótti ganga yfrið fé til veiðanna og fálkahaldsins, og sú skoðun kom fram frá þeirri hlið, að fálkaveiöarnar væru svo mikil tekjugrein fyrir Islendinga, að það væri athugunarvert hvort ekki væri rétt, að konungur hagnýtti sér veiðina sem tekjulind fyrir krúnuna og seldi veiðina á leigu eins og fyr og gert var enn í Noregi. (NHT. II. 380).

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.