Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 46
284 Björn Pórðarson: IÐUNN Að þessu ráði var þó ekki horfið; enn var ríkur óttinn við launverslun fálkafangara og svo gat rénað virðing og vinsældir konungsins hjá útlendum höfð- ingjum, þegar fálkagjafirnar væru úr sögunni. Þá þóttust veiðimeistararnir merkja það, að sumir fálka- fangarar væru leiknari en aðrir í því að veiða hvíta fálka, en á þeim var, undantekningarlítið, hörgull. Fyrir því vildu þeir svifta amtmann réttinum til að gefa út fálkabréf og fá hann sjálfir í hendur eða að minsta kosti tillögurétt um það hverjum væri veitt veiðileyfi. Magnús amtmaður Gíslason mælir á móti þessum breytingum og telur veiðunum best fyrir komið eins og verið hafi; amtmaður sé best fallinn, fyrir kunn- ugleika sakir og fleira, til að gefa út fálkabréfin og engin ástæða sé til að svifta embættismenn réttinum til að fá veiðileyfi; þeir standi betur að vígi um að annast veiðina, og að ala fálkana hafi þeir öðrum fremur ráð á; rangt sé að svifta sýslumenn fálka- veiðum, sem staðið hafi vel í þessari stöðu, enda sé hún þeim tekjugrein og hafi þeir oft og tíðum goldið sýsluafgjöldin með fálkum. Rentukammerið félst á skoðun amtmanns, og í samræmi við hana kom út konungsúrskurður 4. jan. 1764 (Lfl. III, 509), þó var þar tekið fram, að í sýslum þeim, er fjarst væru Bessastöðum, skyldu að eins veiddir hvítir og hálf- hvítir fálkar. Árið 1777 hófust aftur miklar bollaleggingar um fyrirkomulag veiðanna. Pótti fálkameisturunum ekki veiddir nógu margir hvítir fálkar í hlutfalli við þá gráu. Töldu þeir þetla stafa af slælegri framgöngu um veiði hvítfálkanna. Vildu þeir setja suma eldri fálkafangarana frá starfinu, þó gegn 5 rdl. eftirlaun- um á ári, og um veitingu veiðileyfanna héldu þeir hinu sama fram sem fyr. Hugðu þeir vestfirsku fálka- fangarana duglegasta veiðimenn vegna þess að frá

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.