Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 51
IÐUNN íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum. 289 lagði hann til að send væru hingað næsta ár 40 gallalaus og vel hert nautskinn frá Khöfn í skiftum fyrir nautgripi. Árið 1784 skrifaði landfógeti stjórn- inni og kvað það alls ekki mundi takast að afla nægilegs fálkafóðurs næsta ár sökum gripafellis. Var þá tekið það ráð, að taka færri fálka en venjulega, að eins 30, og senda hingað með fálkaskipinu 20 naut og 1680 lpd. af heyi. Kostnaðurinn við nauta- sendinguna var ráðgerður 2125 rdl. eða bjer um bil 1896 rdl. meira en undanfarin ár, þegar gripirnir voru keyptir hér á landi, en eftir 5 ára meðaltali hafði verið gefið fyrir þá 228 rdl. 19 sk. á ári. (Lfí. V. 128). Af fjármálastjórninni var í þetta sinn vakið máls á þvi, hvort nauðsyn væri á fálkum það árið. Utanríkisstjórnin taldi mjög óráðlegt að afla ekki fálka, og fálkameistararnir fylgdu því máli fast eftir, enda höfðu þeir mjög sinna hagsmuna að gæta, því að þeir þágu ríkuleg laun og gjafir frá þeim út- lendu höfðingjum, er fálkana fengu. Þegar komið var með fálkana til Khafnar voru þeir fyrst sýndir hátiðlega konuDgi og öðru stórmenni. f*ví næst voru þeir tamdir og vandir til veiða og loks sendir að gjöf með sérstökum eiindrekum til flestra hirða þjóðhöfðingja og annara fyrirmanna í Norðurálfu og einnig til annara heimsálfna. Soldán- inn i Marokkó hafði t. d. mjög miklar mætur á þeim. Heima fyrir var ekki haldið eftir nema örfáum fálkum. Um tölu útfluttra fálka eru ekki til skýrslur fyr en eftir miðja 17. öld. Er talan mismunandi. Á síð- ' ari hluta 17. aldar og alt fram undir 1740 er talan ár hvert, þar sem hún er kunn, ýmist innan eða ofan við 100; lægst 35 árið 1699, en hæst 140, árið 1703. Ætið eru hvítir fálkar þar á ineðal; stundum þó að eins einn, önnur árin fleiri, alt upp i 10—12. Árin eftir 1740 er fálkatekjan meiri; t. d. 1743: 149 Iðunn vm. 19

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.