Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 56
291 Björn Pórðarson: IÐUNN þeim var keypt hér fyrir 492 rdl. 42 sk. (Gjaldab. landfg.). Má af þessu ráða að það var nokkurs vert fyrir landsmenn á þeim tímum, að fálkaveiðarnar tækjust vel. Fálkahúsið í Reykjavík var nú leigt og síðan selt. En í fálkahúsinu í Khöfn dóu hinir síðustu 2 fálkar, sem þar voru, úr hungri 1807, þegar Englendingar skutu á borgina. Þannig lauk frægðarsögu íslenskra fálka. Eftir að hin kgl. fálkatekja hætti munu valir ekki að jafnaði hafa verið veiddir hér til útflutoings lif- andi. Þó mun það hafa borið við stöku sinnum á öldinni sem leið, einkum fyrri hluta hennar. Sú sögn gekk hér á landi, að í þýsk-franska striðinu 1870— 1871 hafi Þjóðverjar haft í herförinni íslenska fálka og í umsátinni um París hafi þeir með góðum árangri sent þá til að bana bréfdúfum þeim, er Frakkar sendu úr hinni umsetnu borg. Hvort söguleg rök eru fyrir þessu veit eg ekki. Um og eftir síðustu aldamót komu hér títt útlendir snápar, er runnu um landið í leit eftir eggjum og fuglum, er fágætir voru. Einkum girntust þeir erni og vali og egg þeirra. Gáfu þeir alt að 12 kr. fyrir valshreiður með eggjum og arnarhreiður voru enn dýrari. Voru og einnig innlendir menn umboðsmenn útlendinga í þessu skyni og varð vel ágengt. Voru þá fluttir héðan úr landi bæði arnar- og valsungar margir og fjöldi eggja. Fækkaði nú þessum fuglum og öðrum, sem ekki var margt af, stórum. Ernir og valir urðu og drápgirni manna mjög að bráð, enda voru þeir ófriðaðir og réttdræpir að landslögum allan tíma árs og má sú lagasetning undarleg kallast um valinn, samtímis því sem hann var í skjaldarmerki voru einmitt sem tákn sérstakrar lifandi þjóðar. Á meðan hin forna fálkatekja hélst var valurinn

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.