Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 4
82
Helgi Pjeturss:
IÐUNN
haft góðar ástæður til að læra að meta með þakklæti,
alt það sem jeg hefi á einhvern hátt, haft stuðning af
í þessari viðleitni minni. Verð jeg þar að telja mjög
framarlega, bókmentir spíritista. I þeim bókmentum
kemur nefnilega svo oft og greinilega fram, þegar vel
er rannsakað og borið saman, að líf það eftir dauðann,
sem þar segir frá, er slíkt sem jeg segi, en ekki líkama-
laust líf í hinum auða, helkalda geimi milli stjarnanna,
eða utan við hina 3 höfuðvegi (dimensiónir) rúmsins.
II.
Tilgangur greinar þessarar er að benda á nokkur
fróðleg dæmi, sem lesa má í ritum spíritista, máli mínu
til sönnunar.
Fyrsta bindið af mjög frægu riti (The Life beyond
the Veil — Lífið handan við huluna) eftir G. Vale
Owen, heitir The Lowlands of Heaven, Láglendin í
Himnaríki, og er að mestu ritað »ósjálfrátt«, fyrir áhrif
frá framliðinni móður höfundarins, sem er enskur prestur,
S. 106 (útg. 1926) segir þessi kona frá fljóti í Himna-
ríki, allbreiðu, sem rennur yfir sanda, hægum straumi;
sér hún börn vera að baða sig í fljótinu. Segir andinn
sem er að leiðbeina henni, að 'vatnið í fljóti þessu sje
rafmagnað, og börnin (sem fæðst hafa ándvana) sjeu
hvött til að baða sig þarna sjer til styrkingar, því að
mörg þeirra hafi verið mjög máttlítil þegar þau komu
í þennan stað, og þurfi slíkrar næringar með. (Jeg giska
á, að það sje rangt, þegar Vale Owen ritar að vatnið
sje rafmagnað, og að það sje lífmagn sem átt er við,
og mætti þá fremur segja að það sje nærandi að baða
sig í því þannig mögnuðu, heldr en ef aðeins væri um
rafmagn að ræða; þegar vjer förum að vita meir í nátt-
úrufræði á jörðu hjer, munu þessháttar böð í lífmögn-