Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 5
IÐUNN Um annað líf. 83 uðu vatni, verða mikið notuð). Konan kveðst nú hafa látið í ljósi undrun sína, er hún sá þetta, og leiðbein- andinn segir þá þessi fróðlegu orð: Þú veist að þó að likamir okkar hjerna, sjeu ekki af holdi og blóði gerðir (material flesh and blood) þá eru þeir þjettir og áþreif- anlegir. — Orðin um að líkamirnir í öðru lífi sjeu ekki af holdi og blóði, eru náttúrlega frá Vale Owen sjálfum; leiðbeinandinn er einmitt að fá hina framliðnu konu til að átta sig á því, að framliðnir sjeu líkamlegar verur, og ekki eingöngu andlegar, og hann segir ennfremur: Þessir smáu andar eru að byrja að þroskast, og þurfa líkamlegrar næringar til að hjálpa sjer áleiðis. Konan heldur síðan áfram: Vissulega var jeg sein að skilja alt það sem liggur í þessum orðum sem jeg hefi notað áður, (að í öðru lífi sje um að ræða) jörð, sem fullkomin er orðin. ]eg er hrædd um að mörgum ykkar muni hnykkja við, þegar þið komið hingað yfirum, og sjáið hversu allir hlutir eru hjer náttúrlegir, þó að fegri sjeu en á jörðunni. Það eru svo margir, sem búast við að finna, þegar þeir koma hjer yfirum, einhvern óákveð- inn skuggaheim, sem sje á allan hugsanlegan hátt, ólík- ur jörðinni. Hugsaðu um það með góðri greind, hvaða gagn gætum vjer haft af slíkum heimi? Þar gæti ekki verið um neinar samfeldar framfarir að ræða fyrir oss, heldur feiknarlegt stökk, og guð fer ekki þannig að. Þegar vjer komum hjer fyrst (eftir dauðann), er að vísu alt frábrugðið því sem var, meðan vjer lifðum á jörðinni, en þó er munurinn ekki svo mikill, að vjer verðum orðlans yfir því hvað alt sje ókunnuglegt. Og þeir sem ekki hefir verið í framfarahugur, koma eftir dauð- ann fram á þeim stöðum sem eru svo líkir jörðinni, að þeir sjá engan mun.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.