Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 6
84
Helgi Pjelurss: Um annað líf.
IÐUNN
III.
Hin góða kona, móðir prestsins. er auðsjáanlega í
bóU þeirri sem hjer ræðir um, að reyna til að breyla
á þann hátt sem svo nauðsynlegt er, skoðunum sonar
síns á öðru lífi, og fá hann til að skilja, að lífið eftir
dauðann, er ekki líkamalaust, heldur í nýum líkama og
á nýrri (þ. e. annari) jörð. Hún segir: >hjernamegin
höfum vjer fastbygð hús, stræti, fjöll og trje, dýr og
fugla«. Annar andi sem er að reyna hið sama, segir (S.
107): Vertu viss vinur — og segðu öðrum sem vilja
heyra — að lífið sem bíður yðar (eftir dauðann) er ekki
eintómur líkamalaus draumur, á einhverju rökkursvæði,
einhversstaðar fyrir utan veruleikann.
Því. miður hefir þó ekki tekist að koma sannleikan-
um fram, og þó að jeg hafi verið að skrifast á við hinn
ágæta höfund um þetta efni, og reyna til að hjálpa
öndunum, þá var árangurinn ekki mikill orðinn þegar
jeg vissi síðast til. En samt er greinilega farið að koma
í ljós, að sannleikurinn mun sigursæll verða. Bókin
Towards the Stars (Áleiðist til stjarnanna) er rituð
nokkrum árum síðar en þessi bók Vale Owens, sem
hjer hefir verið af sagt, og þar segir hinn stórfróði andi
Jóhannes, beinum orðum við höfundinn, H. D. Bradley:
Vou will pass on from here to a new star: Þú munt
eftir dauðann koma fram á annari stjörnu. Þar brýst
loks i gegn sá sannleiksgeisli, sem skýalög hinna röngu
ímyndana um annað líf, höfðu svo lengi getað burtu bægt
og þar með upphafi þeirrar þekkingar, sem ekki verður
án verið, ef böl alt á að batna.
2. júní.