Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 7
IÐUNN
Ofl og ábyrgð
i.
Um sannleiksást og sanngirni.
Sigurður Nordal prófessor gerir þrásinnis í ritgerð
sinni í Iðunni, sem hann nefnir »Heilindi«, mikið úr
því, hvað eg fari hörðum höndum um sig og sýni sér
litla vægð, í ritgerð minni »Kristur eða Þór«. Eg minn-
ist dálítið á það síðar. En eg get þess nú þegar í byrj-
uninni, af því að eg er í vanda staddur. Eg hafði ekki
búist við því, að þessi Asatrúarmaður, sem tignar svo
mjög víkingslundina og trúir á blóðugan guð, mundi
bera sár sín svo illa. Eg finn til þess, að honum muni
þykja það harðneskja að ýfa sárin og dýpka þau, í
stað þess að fægja þau og græða. En hann neyðir mig
sjálfur til þess, mjög á móti vilja mínum.
Eg verð að lýsa yfir því, að hann fer með bláber ósann-
indi um mig í þessari síðustu ritgerð sinni — ósannindi,
sem hann hefði átt auðvelt með að varast, ef sannleiksástin
hefði verið svo rík, að hánn hefði viljað hafa fyrir því
að afla sér þeirrar vitneskju, sem til þess þurfti að
hysgja sér það að fara með rétt mál. Hann fullyrðir,
að eg hafi komist út á það »gönuskeið« að halda tillög-
unni um það, að mér yrði veitt Nobelsverðlaunin, svo
mjög á loft m. a. í dönskum blöðum, þvert ofan í venju
annara rithöfunda, sem eins stendur á fyrir, að það hafi
sviðið mér sárar en ella myndi, þegar eg hafi ekki
komið til álita.
Alt er þetta tilhæfulaus ósannindi. Eg hefi ekki átt