Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 9
IÐUNN
Öfl og ábyrgð.
87
Eftir þetta fór málið að vekja athygli á Norðurlönd-
um og ýms blöð mintust á það. Eins og eg hefi þegar
tekið fram, átti eg engan þátt í því, beinan né óbeinan,
og það var ekki á mínu valdi að ráða neitt við það.
Eg kem þá að þeirri umkvörtun S. N., hvað eg sýni
honum litla vægð, og fyrirgefi honum ekki. Honum felst
svo mikið um þetta, að hann telur það eina af ástæð-
unum til þess að mannkynið eigi að losa sig við æðstu
hugsjónirnar, sem það hefir eignast, af því að það sé
bersýnilegt, að mennirnir lifi ekki eftir þeim. Þetta
eiga að vera ®heilindi«. Og heilindin eru það, sem oss
ríður mest á.
Eg ætla ekki að fara að ræða hér þá skemtilegu til-
lögu, að vér flýtum oss að losna við fegurstu hugsjónirnar,
sem vér höfum eignast á siðferðilega sviðinu. En eg
ætla að benda á það fyrst, að S. N. veit ekkert og getur
ekkert vitað um minn fyrirgefningarhug, né skort á hon-
um. Hann ætti að temja sér þá list að fullyrða ekki
annað en það, sem hann veit. Hann veit ekkert um
það, hvort eg er þess albúinn eða ekki að rétta hon-
um bróðurhönd, hvenær sem hann óskar þess.
En eg skil ekki fyrirgefningarskylduna svo, að hún
eigi að sjálfsögðu að gera menn að flónum, svo að
þeir sjái ekki, hvað við þeim horfir. Ekki skil eg hana
heldur svo, að hún eigi að gera oss að ræflum, aftra
mönnum frá því að segja sannleikann, hver sem í hlut
á, ef sá sannleikur skiftir töluverðu máli.
Sérstaklega finnur S. N. mér það til foráttu í þessu
sambandi, að eg segi í ritgerð minni »Kristur eða Þór«,
að hann »reyni að breiða svikablæju falsaðrar sann-
girni og óhlutdrægni yfir það, sem hann er að halda
að lesendunum*. Þessi ummæli mín eru, eftir því sem
eg lít á, ekki eingöngu sannleikur. Þau eru líka sann-