Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 11
IÐUNN
0fl og ábyrgð.
89'
urum línum neðar í sömu ritgerðinni. Þar segir S. N.,.
að eg hafi »ekkert annað en hnjóðsyrði að bjóða þeim
mönnum, sem vilja koma meira skipulagi á nútímalífið*.
Það er einstaklega handhægt að varpa þessu fram um
andstæðing sinn. Að eins er sá gallinn á, að ekki er
nokkur flugufótur fyrir því. ]eg veit jafnvel ekki, fremur
en dauða minn, við hvað maðurinn á. Hann hefir ekki
bent á nokkurt skipulag. Hann hefir að eins haldið því
fram, að vér ættum að stefna burt frá frelsinu, mann-
úðinni og skilningnum, og nú vill hann koma »meira
skipulagi á nútímalífið*. Það gefur enga bending um,
hvert skipulag hann aðhyllist. Kommúnistar á Rússlandi
hafa komið á »meira skipulagi«. Fascistar á Ítalíu hafa
líka gert það. Hvorirtveggja hafa stefnt burt frá frelsinu.
Mörgum finst líka, að þeir hafi stefnt burt frá mannúð-
inni og skilningnum, þó að eg efist um, að þeir fari
jafn-langt og S. N., og séu þess albúnir að kannast
við, að það hafi þeir viljað. En markmið þeirra er gjör-
ólíkt. Eg hefi ekki, og get ekki farið hnjóðsyrðum um
menn fyrir að vilja koma á skipulagi, sem eg veit ekk-
ert hvert er. Eg efast ekki um, að S. N. sé svo gáf-
aður maður, að hann sjái þetta. Hér er um ekkert
annað að tefla en ósanngirni og blekking.
Eg skal nefna eitt dæmi enn. Enginn hörgull er á
þeim. Eg hafði í ritgerð minni »Kristur eða Þór« kom-
ist svo að orði: »Eg efast ekki um, að þjóðfélögin hafi
rétt til þess að verja sig gegn lagabrotum — með refs-
ingum, ef það verður ekki gert með öðrum hætti. En
hreinskilnislega skal eg við það kannast að eg ber þær
ekki mjög innilega fyrir brjósti*. S. N. leggur út af síð-
ari staðhæfingunni, en lætur eins og ummælin um rétt
þjóðfélaganna hafi alls ekki frá mér komið. Er það
alveg ófölsuð sanngirni. Úr því sem hann hirðir af um-