Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 16
94
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
III.
Öfl tilverunnar.
Eg sný mér þá að öðrum atriðum, sem okkur S. N.
greinir á um og almennara gildi hafa.
Mér skilst svo sem þungamiðja ágreiningsins sé fólgin
í hugmyndum okkar um frumafl eða frumöfl tilverunnar,
það vitsmunaafl, sem drotnar í tilverunni — hvort það
sé eitt, eða hvort þau séu tvö. S. N. heldur því fram, að af
því að eg er einveldismaður í þessum skilningi, þá verði
hugmyndir mínar um ýms mikilvæg atriði tilverunnar
rangsnúna.r og fjarri réttu lagi. Honum virðist veita
furðulega örðugt að skilja minn hugsanaferil — svo
örðugt, að mér finst, að hann hafi hlotið að hugsa mjög
lítið um þau efni, sem hann er að deila um.
Eg skal taka til dæmis eina ósamkvæmni, sem hann
þykist hafa fundið milli nokkura orða í »Gulli« og
nokkura orða í ritgerð minni »Kristur eða Þór«. öm-
mælin í »Gulli« eru þessi: »Eg, trúi því, að af einhverj-
um orsökum, sem við skiljum ekki nema að mjög litlu
leyti, komist guð ekki aðra leið að mönnunum en gegn-
um þrengingar, sem annaðhvort eru synd eða afleiðing-
ar hennar«. En úr ritgerðinni tilfærir hann þessi orð:
»Eg get ekki hugsað mér, að neinn skynsamur maður,
sem verulega hugleiðir þetta litla, sem eg hefi bent á,
geti komist að annari niðurstöðu en að það hafi verið
óumflýjanlegt, að syndin kom inn í mannlífið hér á
jörðu«.
Þessi tvenn ummæli finst S. N. vera alveg ósamrým-
anleg, og hann segir í háði, að eg þykist víst hafa
vitkast mikið í þessum efnum síðan eg skrifaði þessi
orð í »Gulli«. Nú er sannleikurinn sá, að eg er að
halda nákvæmlega því sama fram í »GulIi« eins og í