Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 17
IÐUNN Öfl og ábyrgð. 95- þessari ritgerð, sem S. N. er að gagnrýna. Eg orða það svo í ritgerðinni, að »vér verðum að læra að horf- ast í augu við þann sannleika, að leiðin, sem mannkynið hefir farið, er vegur guðs með það«, og að vegurinn, sem hann hefir farið með mennina, »hefir að mjög miklu leyti verið vegur þrenginganna, vegur yfirsjón- anna, vegur hégómans, vegur syndarinnar*. Þessu hefi eg haldið fram á báðum stöðunum. En i ritgerðinni útlistaði eg málið nákvæmar. Eg tók það fram, sem vitanlega er engin nýung, að mennirnir hafi verið settir, mjög ófullkomnir, inn í mjög takmark- aðan heim. Eg lýsti, í örfáum dráttum, framþróunar- baráttu mannkynsins. Eg komst að þeirri niðurstöðu,. að þar sem þessi væri nú saga mannkynsins, þá hefði syndin verið óumflýjanleg. Mér finst, að hver heilvita maður hljóti að komast að sömu niðurstöðu, enda hefir S. N. ekki reynt með einu orði að hnekkja þessu. En með þessu er ekki ráðin ein afdýpstu gátum tilver- unnar. »Af einhverjum orsökum, sem við skiljum ekki nema að mjög litlu leyti«, stendur í »Gulli«. Vér vitum ekki, hvern- ig á því stendur, að mennirnir voru gerðir ófullkomnir og settir inn í takmarkaðan heim. Enginn maður hefir með réttu getað fullyrt neitt um það. Vér vitum ekki, hversvegna vér höfum ekki verið sendir út í tilveruna sem einhverjir hágöfugir höfuðenglar. Vér getum hugsað oss, að það sé allsherjar lögmál f tilverunni, að enginn fái mikið fyrir ekkert, að allar verur verði að hafa eitthvað mikið fyrir því að ná fullkomnuninni. En vér vitum ekkert um það. Vér skiljum það ekki, hversvegna það er óhjá- kvæmilegt. En það er svo margt, sem vér verðum að sætta oss við að skilja ekki. Erfiða viðfangsefnið er alls ekki það, sem S. N. hyggur það vera: »hvernig alvaldur og algóður guð geti látið alt hið illa og ófull-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.