Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 23
IÐUNN Ofl og ábyrgö. 101 úr sögunni. Þær hafa ekki verið fólgnar í eðli hlutanna sjálfra. Þær hafa verið fólgnar í þroskaskorti sjálfra vor. Því meira sem vér þekkjum og skiljum tilveruna, því dásamlegri verður hún. Því sterkari verða líkurnar fyrir því, að í henni sé einn allsherjarvilji. Og því sennilegra verður það, að þegar komið er á nógu hátt þroskastig, verði það bersýnilegt, að sköpunarverkið sé í raun og veru gætt takmarkalausri fullkomnun. Þá komum vér að siðferðislegu hliðinni, öflunum, sem búa í sjálfum oss. Þar er, eftir því sem eg lít á, alveg sömu sögu að segja. Oflin eru ekki ill, þau er oss virðast ískyggileg. En vér verðum að læra að temja þau, beina þeim 1 rétta átt. Leggjumst vér það undir höfuð, er voðinn vís. Það vill svo vel til, að fyrir þessu efni hefir verið gerð ágæt grein á íslensku — í prédikanasafni síra Haralds Níelssonar, ræðunni »Baráttan í oss«. Eg vil ráða mönnum til þess, þeim er hafa nokkura ánægju af því að kynna sér, hvernig nútímamenn líta á þessi mál, að lesa þessa prédikun. Eg leyfi mér að tilfæra tvo stutta kafla: „Vatnsafliö í þeirri á, sem eyöir landið, má nota til aö fram- leiða r^fmagn, sem Iýsi og hlýi þúsundum manna. Hver „ólgandi Þverá“ qetur oröið rafmagnsgjafi og stórfeldur menningarfrömuður. Hverja æðandi Þjórsá má nota til áveitu og hundruðum heimila til blessunar. Eins er um það, sem vér nefnum hið lægra eöli mannsins. í því er fólgið mikið afl til góös, ef haft er taumhald á því og því beint í rétta átt af því, sem æðra er; en það getur líka orðið ógæfu- og skaðsemdaruppspretta, sé það látið eiga sig eða því leyft að tálma andlegu lífi, í stað þess að auka þaö og hefja á hærra stig. „Mennirnir þekkja ekkert þaö afl, sem ekki sé unt að snúa til tjóns og skaðsemda. Blessun má snúa í bölvun. Hin blóöuga styrjöld, sem nú er nýafstaðin, bar þess glöggust vitni. Þar var blessun vísindanna snúiÖ margvíslega í bölvun. Þar var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.