Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 25
IDUNN Öfl og ábyrgö. 103
honum þetfa, og mælti: »Það eru tuttugu djöflar í þess-
ari vél. Eg hefi talið þá«.
»Djöflar« villimannahöfðingjans voru að vinna mikið
verk í þágu mannsandans. Það er mikli minni munur á
vitsmuna- og þekkingarþroska villimannsins og prentar-
ans en á þroska vorum og alvitundarinnar. Vmislegt af
því, sem vér í skammsýni vorri og þekkingarskorti telj-
um ilt, og S. N. hugsar sér djöfullegt, getur verið valt-
arar og hjól í hinni miklu alheimsvél hans, sem vér
nefnum guð.
IV.
Ábyrgðin.
Eitt af því, sem mér hefir þótt kynlegast í ritgerð
S. N. »Heilindi«, er ummæli hans um ábyrgðina, áhætt-
una, í sambandi við einhyggjuna. Hann heldur að hann
inni af hendi eitthvert siðferðilegt þrekvirki með þeim
ummælum, talar vígamannlega um það, að hann skuli
ekki skirrast við að valda hneykslum með því, sem
hann hafi að segja — að hann sakni mest ábyrgðar-
innar, áhættunnar úr einhyggjunni (eða því, sem eg hefi
nefnt einveldiskenning). Einhyggjan haldi því fram, »að
breytni vorri hér fylgi engin eilíf áhætta, ef til vill dá-
lítil töf, en allir komist þó jafnlangt á endanum*, líka
þeir, »sem láta reka, rotna niður, líkamlega, andlega,
siðferðislega« og »nota frelsið til þess að verða léleg-
ustu skepnur jarðarinnar*; alt verði »gert að ósekju«.
Eitthvað svipað þessu hefir friðþægingarkenningunni
verið borið á brýn, eins og hún hefir verið flutt í kirkj-
um prótestanta. Ef vér förum — einhvern tíma fyrir
andlátið — að trúa af hjarta á »verðskuldun Krists«,
þá eru oss syndir vorar fyrirgefnar; þær eru afmáðar,