Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 30
108
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
búiö sér það. . . . Menn sjá hér afleiðingarnar af starfi sínu f
lífinu, hugsunum og gjörðum. Þið uppskerið hér það, sem þið
hafið sáð til. Og þú mátt ekki gera þér í hugarlund, að lögmálið
sé óstrangara hér en hjá ykkur. . . . Þið gerið ykkur ekki grein
fyrir hinum stórkostlega óguðleik syndarinnar, fyr en þið sjáið af-
leiðingar hennar. Og á jörðunni dyljast þær oft. Hér birtast þær.
Þið sjáið, hvað þið hafið verið að gera. Og oft er sú sjón skelfi-
leg. Og eins og þeir, sem hafa elskað, hitta ástvini sfna, sem þeir
hafa unnað, eins er um þá, sem hafa hatað, eða gert mönnum tjón,
eða vanrækt þá, að þeir hitta hérna megin þá, sem þeir hafa
breytt illa við; og það þarf ekki neinar pyntingarsvipur til þess
að refsa syndaranum. Þá þarf ekki annað en kunngjöra honum
þetta: Líttu á handaverk þín. Þelta hefir þú gert úr mér. [Dréf jjúlíu].
En jafnframt þessum frásögnum og kenningum um
botnlausa vansælu sem afleiðing af því, að illa hefir ver-
ið farið með þetta líf, eru tvö atriði, sem stöðugt er lögð
hin mesta áherzla á.
Annað er það, að öll þessi ófarsæld, sem mennirnir
geta ratað í eftir andlátið, er ekki fyrst og fremst refsing.
Hún er auðvitað óhjákvæmileg afleiðing af því að sið-
ferðislögmál alheimsins, sem er kærleikur, hefir verið'
rofið. En hún er jafnframt nýtt tækifæri, sem mannin-
inum er gefið, til þess að sjá að sér. Og engin þjáning
er á hann lögð, sem ekki getur snúist upp í fögnuð.'
Það er undir honum sjálfum komið. Vér getum spurt,
hvernig fari að lokum, ef maðurinn lætur sér aldrei segj-
ast. Vér vitum ekkert um það. En hitt er víst, að sú
vitneskja, sem talin er hafa fengist úr öðrum heimi, gerir
yfirleitt ekki ráð fyrir, að slíkt geti komið fyrir. Þar er
reynslan, sú er frá er skýrt, þessi, að með framhaldandi
brotum gegn siðferðislögmálinu verði vansælan að lokum
svo mögnuð, að maðurinn fái ekki staðist hana, hve
mikil sem þverúðin kann að vera. Þá lítur hann aftur
til frumlindar alheimsins. Þá hefir hann fengið þá reynslu,
og honum getur hún aldrei úr minni liðið, að streitan