Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 33
IÐUNN Öfl og ábyrgö. 111
ir eru inn í annað líf, þá er það samboðið hugsandi
mönnum að reyna að átta sig á þeirri reynslu — og
sleppa öllum staðlausum bollaleggingum og fimbulfambi.
V.
Sigurður Nordal og ábyrgðin.
Það er víst afar-örðugt nútíðarmönnum að halda sér
fast við tvíhyggjuna. Eg skil það vel. Og eitt hið ein-
kerinilegasta í skrifum S. N. er það, að hann, sem tjáir
sig tvíhyggiumann, hann afneitar tvíhyggjunni í öðru orðinu..
Það kemur þegar fram í »Fornum ástum«. Þegar hann
er kominn að þeirri niðurstöðu, að öflin séu tvö, »guð
og djöfullinn«, þá rankar hann við sér, og honum finsb
að eitthvert vald verði að vera yfir þessum andstæðu
lögum (eða öflum). »Andstæðurnar geta ekki verið hið
síðasta«, segir hann. Hvað er þá orðið úr tvíhyggjunni,.
annað en reykur?
Enn ljósara kemur þetta fram í Iðunnar-ritgerð hans,
»Heilindi«, og mér er það undrunarefni, að prófessorinn
skuli ekki hafa athugað það sjálfur. Það er auðvitað
stundum nokkuð örðugt að átta sig á orðalagi hans. í
Skírnisritgerðinni, »Undir straumhvörf«, eru »myrkra-
völdin« afar-fjörug í baráttu sinni við guð. I Iðunnar-rit-
gerðinni eru andstæðurnar orðnar »orka og tregða, líf
og dauði*. En eg vona, að eg rangfæri ekki hugsanir
hans með því að gera ráð fyrir, að andstæður hans séu,
eins og annara manna, hið góða og hið illa. Hann held-
ur því fram, að þeir, sem kjósa hið illa, tortímist að fullu,.
»hverfi aftur ofan í óskapnaðinn*.
Hverja grein yrðum vér nú að gera oss fyrir þessu,
ef tilverunni væri svo háttað? Hvers vegna ætti það
að vera vegurinn til tortímingar að velja hið illa, ef í