Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 36
114 Einar H. Kvaran: IÐUNN miskunnarlaus. Tár og ásakanir annara hafa orðið hon- um »nauðsynlegt salt í ljúfmeti lífsins«. Hann hefir »gælt við syndir sínar, stigið dans við myrkfælnina«. Hann hefir elt nautnirnar, hvar sem hann hefir komið auga á þær, og velt sér úr einum kvenfaðminum í annan. Konurnar hafa »engst af ekka«, en hann hefir verið glaður. Og um tilveruna hefir hann helt úr sér ókjörum af fimbulfambi slæpingsins, sem aldrei hefir náð neinum tökum á veruleika hennar. Og loks kemur að því, að þessi maður á að deyja. Hel tekur í höndina á honum og leiðir hann með sér. Þau ferðast saman um óraveg. Frá handtaki'hennar streymir um hann ókendur friður. Hann rekur fyrir henni æfi sína, og hún hjalar við hann. »Eg gef þér friðinn og hamingjuna, eilífðina og augnablikið, í einu orði: g/eymdu“, segir hún. Og »hann sekkur í haf umgeypn- andi sælu, og sofnar«. Samt vaknar hann aftur. Þá hittir hann eina af sínum gömlu unnustum, sem hann hefir hlaupist frá. Með þeim verða óumræðilegir fagna- fundir. Enn sofnar hann, í fangi hennar. Og »um morg- uninn, þegar hann vaknar, er alt gleymt. Alt er nýtt fyrir hann, grasið og sólin, döggin og ástin. Og tím- inn líður, endalaust. Þúsund ár, en að eins einn dagur«. O. s. frv. Þetta er nú ábyrgðin, sem haldið er að oss af þeim manninum, sem kvartar undan því, að hann sakni mest ábyrgðarinnar, áhættunnar, úr einhyggjunni! Mér finst þurfa nokkura einurð til slíkra ummæla, eftir að hafa ritað »Fornar ástir« — enda ekki bent á með einu orði að lífsskoðunin hafi breyzt síðan. Mér finst nokkuð vafa- samt, hvort þetta verður með réttu nefnt »heilindi«. Það væri sjálfsagt mörgum þægilegt og fýsilegt, ef veruleikinn væri sjálfur í jafn-mjúku daðri við lítilmensk-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.