Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 39
IÐUNN Þorliell Jóhannesson: Knul Hamsun. 117 hafði hugann við neitt annað en peninga — iðnað, út- veg, siglingar og kaupskap, og var raunar andlegt fóta- skinn erlendrar þjóðar, Dana. An vonar eða trúar — hugsunar auk heldur, um eigin köllun og hæfileika, framtíð 5 þeim efnum. Þróunin í heimi skáldmentanna er að vísu óskiljanleg — rakalaus, óverðskulduð alloft- ast, eins og snildin sjálf, geníið. Það var ofboðlítið gení- alt við norskt þjóðlíf á æskuárum Björnsons og Ibsens, og þar á undan. Rétt eins og það er lítil andleg fram- för — endurfæðing í því falin, er bóndi gerist útvegs- maður, og smásali fær sér strák í búð sína, en sest sjálfur í »skrifstofu«holu inn'ar af, með hvítt um hálsinn, og safnar ýstru til undrunar og hávirðingar fiskimönn- um og kotkörlum. Nei. Þjóðin hafði víst ekkert til unnið, að henni hlotnaðist þessi hamingja. Það var einhver guðdómleg tilviljun, sem vakti hugsun hennar á því, að hún ætti andlegar þarfir — hæfileika, framtíð —: Það var sumarið, sem kom til hennar: hún blómstraði! Og sumarið hefir verið langt og frjótt. Hálfa öld hefir Noregur verið ágætastur Norðurlanda af snilling- um sínum og skáldum, og er það enn í dag. Hin óvenju-glæsilega saga Noregs síðustu tvo aldar-fjórð- unga hefir þegið mikið af fegurð sinni og ljóma af mönnum, sem landsfólkið skildi ekki og lagði kalda ást á lengst þeirra æfi. En hvað um það —: hamingja andans varð sigur fólksins, þrátt fyrir alt. Og á þessari fagnaðarlausu öld efnishyggju og matarstrits er endur- fæðing hins norska þjóðlífs fyrir mátt snildarinnar — Senísins — efnaleg og andleg endurlausn hinna góðu krafta, fyrirheit allra þjóða og allra tíma. Okkur Islend- ■ngum ætti að vera einkar þarflegt og ljúft að minnast þessa, vegna frændsemi og líkra lífskjara. Sigur andans er ekki enn að fullu unninn í okkar unga ríki. Þangað

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.