Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 41
IÐUNN
Knut Hamsun.
119
enginn styrkti hann. En hann var heldur enginn þurfa-
maður —: ungur og sterkur!
Hann leitaði sér fræðslu og vann jafnframt eins og
víkingur: var sjómaður, vegagerðarmaður, skógarhöggs-
maður. En skáldinu varð lítið ágengt. Nokkur ár dvaldi
hann í Osló og freistaði þar höfundargæfu sinnar með
ýmsu móti, skrifaði í blöð og hélt fyrirlestra um skáld-
skap og fögur efni, en hann vann ekki á. Það er vant
að segja, hvort það var sök sjálfs hans, eða deyfð og
kæruleysi lýðsins gagnvart því, sem nýtt er og ekki
hefir enn fengið á sig snið einhverrar hefðar. Vígreifur
gekk hann til þessarar baráttu, og hann slapp að eins
með lífi frá henni — til Vesturheims, veg allra skip-
brotsmanna og hinna mörgu vanhlutamanna, sem eru
of stórlátir til þess að vilja lúta að litlu til þess að
öðlast mikið — og bera svo ekkert úr býtum. Nú —
hann hafði beðið skipbrot og farið varhluta, en hann
bjargaði samt miklu: trúnni á sjálfan sig, list sína —
sigur að lokum.
Þegar vestur kom, tók hið sama við honum, öll hugs-
anleg störf, kynstrin öll af hinum margvíslegustu áhrif-
um — reynslu af allskonar lífsháttum og allskonar
mönnum: gullvæg reynsla en dýrkeypt. Myndir af þessu
lífi er að finna í smásögum hans — skýrar myndir og
táknandi, en nokkurn veginn eins langt og unt er frá
því að sýna skáldlegt hugsjónalíf, svo sem mönnum er
tamast að hugsa sér það. í öllu þessu átti hann þátt.
En hann varð þó hvergi verulega viðbundinn —: Fyrir-
lesari í Minneapolis, sem tætti sundur með hvössu háði
og einstakri orðsnild alla hluti helga og sýkna milli
himins og jarðar — fyrir 25 cent! Sporvagnsstjóri í
Chicago. Bóndi á preríunni — flakkari í þokkabót.
Honum var þó ekki ágengt. Þetta eirðarlausa líf var