Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 43
IÐUNN
Knut Hamsun.
121:
þessa spurningu. Hann hefir oft reynt- að ráða hana í
ljósi margskonar heimspekiskoðana og lífshorfa, árangurs-
laust. En nú finst honum hann alt í einu sjá ráðninguna
— um leið og minningin um draumaland hans frá
æsku grípur hann óvænt í faðm sinn —: Hann er ekki
kominn til að læra og því síður til þess að kenna það,
sem hann hefir af öðrum lært — hann er kominn til
þess að minnast og miðla —.
Og nú hefst mjög affararíkur þáttur í æfi skáldsins
um þriggja ára bil. Ekki vegna stórra atburða. Þvert á
móti, það fara engar sögur af Hamsun þessi ár. Við
vitum aðeins, að hann hafðist við á miðum Nýfundna
lands í fiskiskútu einni, ásamt nokkrum fiskimönnum
öðrum. Hann hefir sjálfur lýst þeirri æfi í smásög;u
einni, engan veginn fýsilega. En hvað sem því líður, þá
er það víst, að þessi ár »í eyðimörkinni« verða hvörf í
lífi hans. Hin snjalla, vilta orka þessa frumlega anda,.
sem áður hafði brotist fram og eytt sjálfri sér í ljóm-
andi en býsna sundurleitum og ráðlausum fjörtökum,.
rankar nú loks fullkomlega við sér: horfi sínu, takmörk-
unum og áformum. Eldsál hans hvíldist. Kjarninn í
veru sjálfs hans, sem að þessu hafði þokað fyrir breyti-
legum og gagnstæðum áhrifum utan frá, fékk næði til
þess að leita síns eigin þroska —: hann var fyrst og
fremst skáld sjálfur, boðberi nýrra hugsjóna, skapari nýrra
heilda, nýrra sjónarmiða —. Reynslutíminn var á enda,.
og nú sneri Hamsun heim aftur til Noregs, alfari.
Knut Hamsun var nær þrítugur að aldri er hann
samdi fyrstu bók sína, sem skifti auðnu í baráttu
skáldsins fyrir lífinu. Það var sagan Hungur. Hún birtist
fyrst undir dularnafni í dönsku tímariti einu 1888, og
vakti þá þegar afarmikla athygli, en ekki síst meðal
Dana, og voru margar getur að því leiddar, hver væri